Tvíhöfðabræður búa til glænýtt grín Freyr Bjarnason skrifar 11. maí 2013 07:00 Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sömdu grínatriði fyrir söfnunarþátt Landsbjargar. Fréttablaðið/Stefán „Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira