Menning

Skjaldborg fer fram í ágúst

Skjaldborgarhátíðin fer fram í ágúst í stað hvítasunnuhelgarinnar.
Skjaldborgarhátíðin fer fram í ágúst í stað hvítasunnuhelgarinnar. Mynd/ Björn Ómar Guðmundsson
Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg fer fram á Patreksfirði dagana 15. til 17. ágúst en ekki um hvítasunnuhelgina líkt og áður.

Á hátíðinni verða nýjar íslenskar heimildarmyndir frumsýndar auk þess sem besta heimildarmyndin árið 2013 verður valin af áhorfendum. Á heimasíðu Skjaldborgar kemur fram að aðstandendur hátíðarinnar ætli að brydda upp á ýmsum nýjungum í ár.

Umsóknarfrestur mynda er til 15. júní og getur kvikmyndagerðarfólk sótt um beint á vefsíðunni Skjaldborg.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×