Fegurð Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefðbundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. Það gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknarmannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnarmönnum og markverði og rennir boltanum í autt markið. Mörk geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig markaskorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða markskot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. Eins og ráða má af þessu er fegurðarmat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun
Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefðbundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. Það gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknarmannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnarmönnum og markverði og rennir boltanum í autt markið. Mörk geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig markaskorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða markskot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. Eins og ráða má af þessu er fegurðarmat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun