Fegurð Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefðbundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. Það gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknarmannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnarmönnum og markverði og rennir boltanum í autt markið. Mörk geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig markaskorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða markskot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. Eins og ráða má af þessu er fegurðarmat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun
Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefðbundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. Það gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknarmannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnarmönnum og markverði og rennir boltanum í autt markið. Mörk geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig markaskorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða markskot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. Eins og ráða má af þessu er fegurðarmat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun