300 ára gamlar kennsluaðferðir Mikael Torfason skrifar 18. maí 2013 06:00 Háskólaumhverfið eins og við þekkjum er um þrjú hundruð ára gamalt. Þótt prófessorar hafi fyrir löngu tekið upp á því að nota tæknina til að varpa upp glærum og festa hljóðnema við skyrtuflipana hefur lítið annað breyst. Margar námsgreinar eru fyrir löngu staðnaðar og fólk tekur milljónir í námslán til að ljúka við nám sem gagnast þeim lítið þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðadeildar Columbia-háskólans, flutti hér erindi í vikunni og benti á að námskrá háskólanna þarfnaðist gagngerrar endurskoðunar. Þá væri nauðsynlegt að leggja niður núverandi deildarfyrirkomulag innan háskóla, stórauka samstarf milli menntastofna alls staðar í heiminum með nýrri tækni og gleyma úreltum hugmundum um hefðbundnar ritgerðir. Miklu nær væri að meistaranemar til dæmis gætu skilað sínum lokaverkefnum í formi myndbanda, netsíðna, tölvuleikja og svo framvegis. Flestir nemar í framhaldsnámi á háskólastigi munu ekki finna sér vinnu þar sem menntun þeirra nýtist. Einfaldlega vegna þess að menntunin sem fengin er í háskóla, samkvæmt Mark Taylor, nýtist fyrst og fremst þeim sem ætla sér að kenna í háskóla. Framhaldsmenntunin einkennist af því að prófessorar með mjög þröng fræðasvið hvetja nemendur til að velja sér þröng svæðasvið sem prófessorarnir hafa sjálfir áhuga á. Niðurstaðan er að nemendurnir verða einfaldlega klón af mjög sérhæfðum kennurum og sú sérþekking nýtist einungis innan háskólans og þar kemur hún hvort er eð að litlu gagni. Taylor segir að nauðsynlegt sé að hætta að fastráða prófessora við háskóla. Í Fréttablaðinu í gær sagði hann viturlegast að taka upp „sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum liðnum“. Enn fremur bendir Taylor á að háskólinn verði að undirbúa nemendur sína undir þá staðreynd að þeir muni ekki allir fá vinnu við háskólakennslu í framtíðinni. Í dag framleiðum við nefnilega háskólakennara, samkvæmt Taylor. Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, tók undir orð Taylors í Fréttablaðinu í gær og sagði ljóst að við þyrftum að aðlaga okkur að nýjum tímum. „Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að þrjú hundruð manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ spurði hún. Þetta eru allt góðar og gildar vangaveltur. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru í háskólanámi. Við erum auðvitað öll hæstánægð með að sem flestir mennti sig en við verðum að horfa gagnrýnum augum á hvað við leggjum á borð fyrir þetta fólk. Margt gætum við gert vitlausara en að taka mark á efasemdum Mark Taylor. Við höfum ekkert að gera með úrelt háskólanám sem er í litlum tengslum við atvinnulífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Háskólaumhverfið eins og við þekkjum er um þrjú hundruð ára gamalt. Þótt prófessorar hafi fyrir löngu tekið upp á því að nota tæknina til að varpa upp glærum og festa hljóðnema við skyrtuflipana hefur lítið annað breyst. Margar námsgreinar eru fyrir löngu staðnaðar og fólk tekur milljónir í námslán til að ljúka við nám sem gagnast þeim lítið þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðadeildar Columbia-háskólans, flutti hér erindi í vikunni og benti á að námskrá háskólanna þarfnaðist gagngerrar endurskoðunar. Þá væri nauðsynlegt að leggja niður núverandi deildarfyrirkomulag innan háskóla, stórauka samstarf milli menntastofna alls staðar í heiminum með nýrri tækni og gleyma úreltum hugmundum um hefðbundnar ritgerðir. Miklu nær væri að meistaranemar til dæmis gætu skilað sínum lokaverkefnum í formi myndbanda, netsíðna, tölvuleikja og svo framvegis. Flestir nemar í framhaldsnámi á háskólastigi munu ekki finna sér vinnu þar sem menntun þeirra nýtist. Einfaldlega vegna þess að menntunin sem fengin er í háskóla, samkvæmt Mark Taylor, nýtist fyrst og fremst þeim sem ætla sér að kenna í háskóla. Framhaldsmenntunin einkennist af því að prófessorar með mjög þröng fræðasvið hvetja nemendur til að velja sér þröng svæðasvið sem prófessorarnir hafa sjálfir áhuga á. Niðurstaðan er að nemendurnir verða einfaldlega klón af mjög sérhæfðum kennurum og sú sérþekking nýtist einungis innan háskólans og þar kemur hún hvort er eð að litlu gagni. Taylor segir að nauðsynlegt sé að hætta að fastráða prófessora við háskóla. Í Fréttablaðinu í gær sagði hann viturlegast að taka upp „sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum liðnum“. Enn fremur bendir Taylor á að háskólinn verði að undirbúa nemendur sína undir þá staðreynd að þeir muni ekki allir fá vinnu við háskólakennslu í framtíðinni. Í dag framleiðum við nefnilega háskólakennara, samkvæmt Taylor. Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, tók undir orð Taylors í Fréttablaðinu í gær og sagði ljóst að við þyrftum að aðlaga okkur að nýjum tímum. „Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að þrjú hundruð manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ spurði hún. Þetta eru allt góðar og gildar vangaveltur. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru í háskólanámi. Við erum auðvitað öll hæstánægð með að sem flestir mennti sig en við verðum að horfa gagnrýnum augum á hvað við leggjum á borð fyrir þetta fólk. Margt gætum við gert vitlausara en að taka mark á efasemdum Mark Taylor. Við höfum ekkert að gera með úrelt háskólanám sem er í litlum tengslum við atvinnulífið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun