Undirstaða í feneysku þvottahúsi Bergsteinn skrifar 30. maí 2013 07:00 Er orðin pollróleg eftir eins og hálfs árs undirbúning. "Ég er búin að taka stressið út í smáum skömmtum.“ Myndir/OCHR Verk Katrínar er staðsett við Zenobio-höllina í byggingu sem ber heitið Lavanderia og stendur á reit þvottahúss frá fyrri tímum. Þar hefur hún hannað og sett upp 90 fermetra upphækkaðan flöt með skreyttu yfirborði í anda barrokktímabilsins. Flöturinn flæðir út fyrir veggi byggingarinnar. Gestir geta gengið um flötinn innandyra sem utan, eða virt hann fyrir sér af þaki byggingarinnar þar sem þeir hafa yfirsýn yfir umfang verksins og margbrotin mynstur þess. Það var allt klappað og klárt þegar Fréttablaðið náði í Katrínu og ekki til í henni stress. „Verkið hefur verið eitt og hálft ár í undirbúningi og undanfarnir þrír mánuðir fóru í að setja það upp. Ég er búin að taka stressið út í smáum skömmtum allan þann tíma en nú líður mér vel.“ Verkið er utan sýningarsvæðisins þar sem flestir þjóðarskálarnir eru en Katrín skoðaði um 40 hugsanlega sýningarstaði áður en hún valdi þennan. „Þetta er mjög magnaður og fallegur staður,“ segir hún. „Garðurinn og höllin fanga kjarna Feneyja mjög vel en um leið er hann mjög ólíkur þeim Feneyjum sem ferðamenn upplifa yfirleitt.“ Verkið sver sig í ætt við fyrri verk Katrínar þar sem unnið er með stærðarhlutföll og rými. „Mig langaði að búa til verk sem hægt væri að koma að úr mörgum áttum og upplifa innan frá, þannig að áhorfandinn er bæði í verkinu en um leið getur hann horft á sjálfan sig í verkinu,“ segir hún en verkið er líka nýstárlegt því þetta er í fyrsta sinn sem Katrín vinnur með arktitektúr í fullri stærð. Katrín segir verkið hafa sprottið út frá þeim möguleikum sem hún sá í rýminu en nú þegar verkið er tilbúið sjái hún á því ýmsa fleti sem voru ekki hluti af hinni upphaflegu frásögn. „Þegar ég horfi á verkið núna finnst mér eins og þessar tvær byggingar séu eins konar skel. Skel er híbýli lífs sem á endanum hverfur og þá stendur hún tóm eftir með sínu fallega yfirborði sem verður til í tímans rás í kringum lífið. Mér finnst eins og þetta sé að setja saman skeljar af tveimur dýrum, sem passa ekki alveg saman en gera það þó samt.“ Þótt innsetning Katrínar sé staðsett utan hins eiginlega sýningarsvæðis þar sem þjóðarskálarnir eru segir Katrín það ekki koma að sök. „Í Feneyjum eru fjarlægðir svo afstæðar. Fyrir þá sem rata er borgin lítil og stutt á milli staða en ef maður er ekki viss hvert maður er að fara er hægt að ganga í þrjá klukkutíma sama hringinn. En það er mjög auðvelt að komast í Zenobio-höllina frá garðinum þar sem þjóðarskálarnir eru, tekur ekki nema um tuttugu mínútur með bát.“ Feneyjatvíæringurinn stendur yfir til 24. nóvember. Í framhaldinu fer verkið á flakk, verður fyrst sýnt í Listasafni Reykjavíkur eftir áramót og síðar í SculptureCenter í New York. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Verk Katrínar er staðsett við Zenobio-höllina í byggingu sem ber heitið Lavanderia og stendur á reit þvottahúss frá fyrri tímum. Þar hefur hún hannað og sett upp 90 fermetra upphækkaðan flöt með skreyttu yfirborði í anda barrokktímabilsins. Flöturinn flæðir út fyrir veggi byggingarinnar. Gestir geta gengið um flötinn innandyra sem utan, eða virt hann fyrir sér af þaki byggingarinnar þar sem þeir hafa yfirsýn yfir umfang verksins og margbrotin mynstur þess. Það var allt klappað og klárt þegar Fréttablaðið náði í Katrínu og ekki til í henni stress. „Verkið hefur verið eitt og hálft ár í undirbúningi og undanfarnir þrír mánuðir fóru í að setja það upp. Ég er búin að taka stressið út í smáum skömmtum allan þann tíma en nú líður mér vel.“ Verkið er utan sýningarsvæðisins þar sem flestir þjóðarskálarnir eru en Katrín skoðaði um 40 hugsanlega sýningarstaði áður en hún valdi þennan. „Þetta er mjög magnaður og fallegur staður,“ segir hún. „Garðurinn og höllin fanga kjarna Feneyja mjög vel en um leið er hann mjög ólíkur þeim Feneyjum sem ferðamenn upplifa yfirleitt.“ Verkið sver sig í ætt við fyrri verk Katrínar þar sem unnið er með stærðarhlutföll og rými. „Mig langaði að búa til verk sem hægt væri að koma að úr mörgum áttum og upplifa innan frá, þannig að áhorfandinn er bæði í verkinu en um leið getur hann horft á sjálfan sig í verkinu,“ segir hún en verkið er líka nýstárlegt því þetta er í fyrsta sinn sem Katrín vinnur með arktitektúr í fullri stærð. Katrín segir verkið hafa sprottið út frá þeim möguleikum sem hún sá í rýminu en nú þegar verkið er tilbúið sjái hún á því ýmsa fleti sem voru ekki hluti af hinni upphaflegu frásögn. „Þegar ég horfi á verkið núna finnst mér eins og þessar tvær byggingar séu eins konar skel. Skel er híbýli lífs sem á endanum hverfur og þá stendur hún tóm eftir með sínu fallega yfirborði sem verður til í tímans rás í kringum lífið. Mér finnst eins og þetta sé að setja saman skeljar af tveimur dýrum, sem passa ekki alveg saman en gera það þó samt.“ Þótt innsetning Katrínar sé staðsett utan hins eiginlega sýningarsvæðis þar sem þjóðarskálarnir eru segir Katrín það ekki koma að sök. „Í Feneyjum eru fjarlægðir svo afstæðar. Fyrir þá sem rata er borgin lítil og stutt á milli staða en ef maður er ekki viss hvert maður er að fara er hægt að ganga í þrjá klukkutíma sama hringinn. En það er mjög auðvelt að komast í Zenobio-höllina frá garðinum þar sem þjóðarskálarnir eru, tekur ekki nema um tuttugu mínútur með bát.“ Feneyjatvíæringurinn stendur yfir til 24. nóvember. Í framhaldinu fer verkið á flakk, verður fyrst sýnt í Listasafni Reykjavíkur eftir áramót og síðar í SculptureCenter í New York.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira