Mest lesið dálkurinn Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. maí 2013 12:00 Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýjustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það „mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. „Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi“, „Loftsteinn á leiðinni“, „Á gólfinu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfréttamiðlum landsins síðasta þriðjudag. Þetta eru allt ágætlega skrifaðir textabútar en langt frá því að vera merkilegar fréttir. Fyrsta fréttin er útdráttur úr lengri grein sem fjallar um hvernig kynlíf sé góð grindarbotnsæfing. Önnur fréttin er um loftstein sem er ekki á leið til jarðar heldur framhjá jörðinni, nánar tiltekið 5,8 milljón kílómetra framhjá, og þriðja fréttin er um atvik á Akureyri þar sem börn gengu inn í ólæst hús og subbuðu þar út matvælum. Þetta eru fréttirnar sem flestir lásu á þessum miðlum. Þetta voru aðalfréttir dagsins. Í orði hljómar teorían vel. Frjálst val ætti að vera grundvöllur fréttamats. Það sem flestir hafa áhuga á hlýtur að vera merkilegast. Ég er hálfpartinn sorgmæddur yfir því hversu fjarri sanni það er. Þvert á móti virðist frjálst val fremur versta mögulega aðferðin til að ákvarða mikilvægi frétta. Betra væri að láta apa með bundið fyrir augun velja mikilvægustu fréttirnar. Ef mest lesið dálkurinn hefði verið uppi fyrr á öldum hefði fólk frekar lesið um „hest sem prumpaði í Grosswald“ en mótmælaskjal Marteins Lúther á kirkjuhurðinni í Wittenberg, það hefði heldur lesið um „andaglas sem fór úrskeiðis“ en rússnesku byltinguna, og bakhár Danny DeVito heldur en fall Berlínarmúrsins. Hver veit? Líklega er það nákvæmlega það sem fólk gerði og hefur alltaf gert. Raunveruleikinn er þungur köggull og ábyrgðin sem fylgir alvöru fréttum er íþyngjandi. En við skulum hætta að halda að mest lesið dálkurinn sé eitthvað annað en froða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýjustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það „mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. „Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi“, „Loftsteinn á leiðinni“, „Á gólfinu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfréttamiðlum landsins síðasta þriðjudag. Þetta eru allt ágætlega skrifaðir textabútar en langt frá því að vera merkilegar fréttir. Fyrsta fréttin er útdráttur úr lengri grein sem fjallar um hvernig kynlíf sé góð grindarbotnsæfing. Önnur fréttin er um loftstein sem er ekki á leið til jarðar heldur framhjá jörðinni, nánar tiltekið 5,8 milljón kílómetra framhjá, og þriðja fréttin er um atvik á Akureyri þar sem börn gengu inn í ólæst hús og subbuðu þar út matvælum. Þetta eru fréttirnar sem flestir lásu á þessum miðlum. Þetta voru aðalfréttir dagsins. Í orði hljómar teorían vel. Frjálst val ætti að vera grundvöllur fréttamats. Það sem flestir hafa áhuga á hlýtur að vera merkilegast. Ég er hálfpartinn sorgmæddur yfir því hversu fjarri sanni það er. Þvert á móti virðist frjálst val fremur versta mögulega aðferðin til að ákvarða mikilvægi frétta. Betra væri að láta apa með bundið fyrir augun velja mikilvægustu fréttirnar. Ef mest lesið dálkurinn hefði verið uppi fyrr á öldum hefði fólk frekar lesið um „hest sem prumpaði í Grosswald“ en mótmælaskjal Marteins Lúther á kirkjuhurðinni í Wittenberg, það hefði heldur lesið um „andaglas sem fór úrskeiðis“ en rússnesku byltinguna, og bakhár Danny DeVito heldur en fall Berlínarmúrsins. Hver veit? Líklega er það nákvæmlega það sem fólk gerði og hefur alltaf gert. Raunveruleikinn er þungur köggull og ábyrgðin sem fylgir alvöru fréttum er íþyngjandi. En við skulum hætta að halda að mest lesið dálkurinn sé eitthvað annað en froða.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun