Krafist er tíu ára fangelsis Valur Grettisson og Óli Kristján Ármannsson skrifa 1. júní 2013 07:00 Alls eru sjö ákærðir fyrir aðild sína að stórfelldu amfetamínsmygli til landsins í janúar. Myndin er frá þingfestingu málsins í byrjun maí. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira