Jeff Beck heldur tónleika í Reykjavík 4. júní 2013 07:00 Gítarsnillingurinn Jeff Beck verður með tónleika í Vodafonehöllinni í lok mánaðarins. Steinþór Helgi segir að gestir fái mikið fyrir peninginn á þessum tónleikum. „Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira