Krónan kostar þjóðina 80 til 110 milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. júní 2013 07:00 Í A-hluta ríkisfjármála eru 69,6 milljarðar króna eyrnamerktir Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Fréttablaðið/Hari Ávinningur þjóðarbúsins af því að skipta út krónunni fyrir evru gæti numið 80 til 110 milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í útreikningum Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings, útgefanda og ritstjóra, í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar. Til samanburðar má nefna að heildarframleiðsluvirði íslensks landbúnaðar árið 2011 var 43 milljarðar króna. Þá er á fjárlögum ársins tæpum 70 milljörðum króna varið til mennta- og menningarmála. Fram kemur að við útreikningin hafi ekki verið horft til kostnaðar landsins við að halda krónuni í núverandi stöðu, þar sem hún væri í raun ónýt sem gjaldmiðill því enginn vilji nota hana í alþjóðaviðskiptum, heldur hafi verið horft til „eðlilegs“ ástands. Þá byggir útreikningurinn að stórum hluta á gögnum frá Seðlabanka Íslands. Meðal annars er vísað til þess að með nýjum gjaldmiðli sé talið að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1,5 prósent. „Ef miðað er við 1.200 milljarða skuldir heimilanna er 1,5 prósent á ári um 18 milljarðar,“ segir í Vísbendingu. Sparnaður fyrirtækja er talinn enn meiri, eða um 30 milljarðar. Að auki er lagt mat á áhrif lægri vaxta á landsframleiðslu, ávinning af auknum stöðugleika, áhrif til aukinna utanríkisviðskipta og fleiri þætti. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira
Ávinningur þjóðarbúsins af því að skipta út krónunni fyrir evru gæti numið 80 til 110 milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í útreikningum Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings, útgefanda og ritstjóra, í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar. Til samanburðar má nefna að heildarframleiðsluvirði íslensks landbúnaðar árið 2011 var 43 milljarðar króna. Þá er á fjárlögum ársins tæpum 70 milljörðum króna varið til mennta- og menningarmála. Fram kemur að við útreikningin hafi ekki verið horft til kostnaðar landsins við að halda krónuni í núverandi stöðu, þar sem hún væri í raun ónýt sem gjaldmiðill því enginn vilji nota hana í alþjóðaviðskiptum, heldur hafi verið horft til „eðlilegs“ ástands. Þá byggir útreikningurinn að stórum hluta á gögnum frá Seðlabanka Íslands. Meðal annars er vísað til þess að með nýjum gjaldmiðli sé talið að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1,5 prósent. „Ef miðað er við 1.200 milljarða skuldir heimilanna er 1,5 prósent á ári um 18 milljarðar,“ segir í Vísbendingu. Sparnaður fyrirtækja er talinn enn meiri, eða um 30 milljarðar. Að auki er lagt mat á áhrif lægri vaxta á landsframleiðslu, ávinning af auknum stöðugleika, áhrif til aukinna utanríkisviðskipta og fleiri þætti.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira