Dr. Nilfisk og herra Kirby Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 13. júní 2013 06:00 Ég var gestaglaður sem barn. Ef það komu gestir í heimsókn eftir kvöldmat varð ég svo spenntur að ég gat ekki sofið. Ég man enn eftir kvöldinu þegar ryksugusölumaðurinn kom í heimsókn. Hann var að selja bandarískar gæðaryksugur frá Kirby. Ég man eftir söluræðunni. Bleiser-klæddur, hvíttenntur sölumaðurinn útskýrði fyrir okkur á sannfærandi hátt að með Kirby væri ryksugun ekki lengur leiðinleg heldur stórskemmtileg. Auk þess væri Kirby betri en gamla draslið sem við ættum. Hann lét okkur ryksuga stofugólfið með gömlu Nilfisk-ryksugunni okkar og fór svo aftur yfir sama flöt með Kirby og viti menn, Kirby náði fullt af ryki sem Nilfiskurinn hafði látið eiga sig. Ég og bróðir minn horfðum gapandi á þetta. Hvernig í veröldinni var hægt að eiga öðruvísi ryksugu en Kirby? Ég svaf lítið næstu nætur og hugsaði um Kirby. Bara ef við ættum Kirby. Ég suðaði lengi í pabba en að endingu kom niðurstaða. Við keyptum ekki Kirby. Þess í stað keyptum við nýja Nilfisk-ryksugu sem var alveg eins og sú gamla. Það hefur tekið mig yfir tuttugu ár að skilja hvað foreldrum mínum gekk til. Nú loksins skil ég þetta. Þetta snerist ekki um peninga. Þetta var yfirlýsing. Ég er alinn upp af Nilfisk-fólki. Fólki sem vill í fyrsta lagi ekki heillast af fagurgala sölumanna heldur vill frekar kaupa heimilistæki af pirruðum mönnum úti í bæ sem dettur ekki í hug að sannfæra nokkurn mann um að það sé gaman að ryksuga og fólki sem vill í öðru lagi ekki of góðar ryksugur sem soga allt ryk í burtu. Sumt ryk á að vera eftir til að auka flóruna. Það er bara frekja að ætla sér að ryksuga allt ryk í burtu. Nú skil ég af hverju ég hef ekki starfað í neinum stjórnmálaflokki. Líf mitt einkennist af togstreitu. Ég er alinn upp samkvæmt góðum og gegnum Nilfisk-gildum en á nóttunni ligg ég andvaka og hugsa um betra líf með Kirby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Ég var gestaglaður sem barn. Ef það komu gestir í heimsókn eftir kvöldmat varð ég svo spenntur að ég gat ekki sofið. Ég man enn eftir kvöldinu þegar ryksugusölumaðurinn kom í heimsókn. Hann var að selja bandarískar gæðaryksugur frá Kirby. Ég man eftir söluræðunni. Bleiser-klæddur, hvíttenntur sölumaðurinn útskýrði fyrir okkur á sannfærandi hátt að með Kirby væri ryksugun ekki lengur leiðinleg heldur stórskemmtileg. Auk þess væri Kirby betri en gamla draslið sem við ættum. Hann lét okkur ryksuga stofugólfið með gömlu Nilfisk-ryksugunni okkar og fór svo aftur yfir sama flöt með Kirby og viti menn, Kirby náði fullt af ryki sem Nilfiskurinn hafði látið eiga sig. Ég og bróðir minn horfðum gapandi á þetta. Hvernig í veröldinni var hægt að eiga öðruvísi ryksugu en Kirby? Ég svaf lítið næstu nætur og hugsaði um Kirby. Bara ef við ættum Kirby. Ég suðaði lengi í pabba en að endingu kom niðurstaða. Við keyptum ekki Kirby. Þess í stað keyptum við nýja Nilfisk-ryksugu sem var alveg eins og sú gamla. Það hefur tekið mig yfir tuttugu ár að skilja hvað foreldrum mínum gekk til. Nú loksins skil ég þetta. Þetta snerist ekki um peninga. Þetta var yfirlýsing. Ég er alinn upp af Nilfisk-fólki. Fólki sem vill í fyrsta lagi ekki heillast af fagurgala sölumanna heldur vill frekar kaupa heimilistæki af pirruðum mönnum úti í bæ sem dettur ekki í hug að sannfæra nokkurn mann um að það sé gaman að ryksuga og fólki sem vill í öðru lagi ekki of góðar ryksugur sem soga allt ryk í burtu. Sumt ryk á að vera eftir til að auka flóruna. Það er bara frekja að ætla sér að ryksuga allt ryk í burtu. Nú skil ég af hverju ég hef ekki starfað í neinum stjórnmálaflokki. Líf mitt einkennist af togstreitu. Ég er alinn upp samkvæmt góðum og gegnum Nilfisk-gildum en á nóttunni ligg ég andvaka og hugsa um betra líf með Kirby.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun