Allt íslenskt nema gúmmískórnir 15. júní 2013 21:00 Kaupmaðurinn er ný verslun með íslenska hönnun á Ísafirði. mynd/kaupmaðurinn Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg.. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg..
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira