Margt græðist með gufulögninni Svavar Hávarðsson skrifar 17. júní 2013 10:00 Óumflýjanlegt er að uppbyggingu virkjunar fylgi mikið rask; sjónræn áhrif eru mikil. fréttablaðið/gva Ef gufulögn verður lögð frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun telja sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur það koma sterklega til greina að hætta við byggingu Hverahlíðarvirkjunar eins og hún hefur verið hugsuð um árabil. Framtíðarsýn orkuframleiðslu úr Henglinum felst í því að allur rekstur væri á sama stað. Ekkert er í hendi hvað varðar framhaldið en fari svo má til sanns vegar færa að dregið sé úr umhverfisáhrifum uppbyggingarinnar á Hellisheiði. Hverahlíðarvirkjun fullbyggð er mikið mannvirki sem yrði mjög sýnilegt.Allt í réttri röð Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segist fyrir sitt leyti ekki sjá neina ókosti við að gufulögnin verði lögð. „Þetta lokar engum dyrum, heldur mun lögnin nýtast óháð því hvernig fer. Stóru póstarnir eru að koma í veg fyrir tekjutap Orkuveitunnar með því að fæða Hellisheiðarvirkjun með gufu næstu árin. Síðan er gríðarlega mikilvægt að við fáum vinnsluprófun á Hverahlíð. Þetta er yfirleitt ekki hægt, og í því felst nokkur sérstaða. Þarna verður hægt að kostaprófa svæðið áður en ákvörðun er tekin um að byggja virkjun. Þá eru hlutirnir unnir í réttri röð, ef svo má segja. En það er óvanalegt að það sé hægt.“Rask Því fylgir mikið rask að byggja upp jarðvarmavirkjun. Þó svo að ákvörðun hafi ekki verið tekin um að hætta við uppbyggingu Hverahlíðarvirkjunar er sá möguleiki orðinn raunverulegur – jafnvel líklegur. „Það er mjög jákvætt. Eins og má sjá á Hellisheiðarvirkjun og annars staðar þar sem jarðvarmavirkjanir hafa risið er um ansi mikið mannvirki að ræða. Sem dæmi má nefna Kröflu, sem er sextíu megavött, en Hverahlíðarvirkjun á að verða níutíu megavött – töluvert stærri og meiri. Þessu fylgir sjálft stöðvarhúsið og kæliturnar. Svo er það gufustrókur, mjög stór, sem leiðir augað að virkjuninni frekar en annað. Svo er margt annað sem veldur því að virkjunin er mjög sýnileg í umhverfinu,“ segir Bjarni og bætir því við að til hafi staðið að reyna að fela virkjunina í umhverfinu en það hafi ekki reynst mögulegt. Það sem eftir stendur í dag er safnlagnir á milli borholanna í Hverahlíð. „Við teljum að hægt sé að leggja lagnir með ás í landslaginu samsíða þjóðveginum, svo hann sjáist ekki frá veginum, og síðan verður aðeins ein lögn undir þjóðveginn,“ segir Bjarni. „Þessu fylgir auðvitað rask en það er miklu minna en annars væri. Við höfum verið að gera tilraunir með meðhöndlun á þessum lögnum svo þær falli betur inn í umhverfið.“ Bjarni segir að fjárhagslegur ávinningur hafi ekki verið metinn; munurinn á byggingu Hverahlíðarvirkjunar og gufulagnar sem framtíðarlausnar með því að byggja við Hellisheiðarvirkjun. „Við höfum ekki gert úttekt á því, það er ekki komið að þeim tímapunkti. Næst er að stjórn Orkuveitunnar taki ákvörðun um framhaldið; hún samþykki að hefja undirbúning. Þar er undir hönnun, ítarleg kostnaðaráætlun og leyfismál eftir að ákvörðun stjórnar liggur fyrir. Fyrst er að ræða við Skipulagsstofnun um það hvort framkvæmdin krefst endurskoðunar á umhverfismati, sem við vitum ekki. Síðan eru það skipulagsmál, eins og við aðalskipulag hjá sveitarfélaginu Ölfusi varðandi lagnaleið. Ef þetta gengur allt eftir og kostnaðarmat sýnir enn að þetta sé hagkvæmasta lausnin verður farið í verkið. En þetta tekur einhverja mánuði,“ segir Bjarni.Umfang Hverahlíðarvirkjunar Í gögnum Orkuveitunnar og skipulagsyfirvalda vegna Hverahlíðarvirkjunar kemur fram að helstu framkvæmdaþættir hennar eru borholur, borteigar, gufuveita, stöðvarhús, kæliturnar, niðurrennslisveita, vegir og slóðar á framkvæmdasvæði. Þess utan efnistaka, aðstaða verktaka og línutenging við flutningskerfi Landsnets. Áætlað framkvæmdasvæði er um 320 hektarar lands. Stöðvarhús Hverahlíðarvirkjunar mun verða um 5.000 fermetrar að grunnfleti og um tuttugu metrar á hæð. Gert er ráð fyrir að koma fyrir tveim kæliturnum á byggingareit stöðvarhússins. Hver þeirra um 900 fermetrar að grunnfleti og um tuttugu metra hár. Borteigar yrðu alls sex en borholur fyrir fullbyggða virkjun átján talsins. Losun jarðhitalofttegunda er um þrjátíu þúsund tonn á ári. Fyllingarefni vegna framkvæmdarinnar eru alls 300 til 400 þúsund rúmmetrar. Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 2008 segir að stofnunin telji að fyrirhuguð virkjun við Hverahlíð muni hafa talsverð neikvæð sjónræn áhrif sem muni breyta ásýnd svæðis við Suðurlandsveg og talsvert rask á hraunbreiðunni. Hins vegar sé framkvæmdasvæðið svo nálægt fjölförnum þjóðvegi og Hellisheiðarvirkjun að upplifun þess sem lítt snortins kyrrláts svæðis sé ekki fyrir hendi. Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ef gufulögn verður lögð frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun telja sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur það koma sterklega til greina að hætta við byggingu Hverahlíðarvirkjunar eins og hún hefur verið hugsuð um árabil. Framtíðarsýn orkuframleiðslu úr Henglinum felst í því að allur rekstur væri á sama stað. Ekkert er í hendi hvað varðar framhaldið en fari svo má til sanns vegar færa að dregið sé úr umhverfisáhrifum uppbyggingarinnar á Hellisheiði. Hverahlíðarvirkjun fullbyggð er mikið mannvirki sem yrði mjög sýnilegt.Allt í réttri röð Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segist fyrir sitt leyti ekki sjá neina ókosti við að gufulögnin verði lögð. „Þetta lokar engum dyrum, heldur mun lögnin nýtast óháð því hvernig fer. Stóru póstarnir eru að koma í veg fyrir tekjutap Orkuveitunnar með því að fæða Hellisheiðarvirkjun með gufu næstu árin. Síðan er gríðarlega mikilvægt að við fáum vinnsluprófun á Hverahlíð. Þetta er yfirleitt ekki hægt, og í því felst nokkur sérstaða. Þarna verður hægt að kostaprófa svæðið áður en ákvörðun er tekin um að byggja virkjun. Þá eru hlutirnir unnir í réttri röð, ef svo má segja. En það er óvanalegt að það sé hægt.“Rask Því fylgir mikið rask að byggja upp jarðvarmavirkjun. Þó svo að ákvörðun hafi ekki verið tekin um að hætta við uppbyggingu Hverahlíðarvirkjunar er sá möguleiki orðinn raunverulegur – jafnvel líklegur. „Það er mjög jákvætt. Eins og má sjá á Hellisheiðarvirkjun og annars staðar þar sem jarðvarmavirkjanir hafa risið er um ansi mikið mannvirki að ræða. Sem dæmi má nefna Kröflu, sem er sextíu megavött, en Hverahlíðarvirkjun á að verða níutíu megavött – töluvert stærri og meiri. Þessu fylgir sjálft stöðvarhúsið og kæliturnar. Svo er það gufustrókur, mjög stór, sem leiðir augað að virkjuninni frekar en annað. Svo er margt annað sem veldur því að virkjunin er mjög sýnileg í umhverfinu,“ segir Bjarni og bætir því við að til hafi staðið að reyna að fela virkjunina í umhverfinu en það hafi ekki reynst mögulegt. Það sem eftir stendur í dag er safnlagnir á milli borholanna í Hverahlíð. „Við teljum að hægt sé að leggja lagnir með ás í landslaginu samsíða þjóðveginum, svo hann sjáist ekki frá veginum, og síðan verður aðeins ein lögn undir þjóðveginn,“ segir Bjarni. „Þessu fylgir auðvitað rask en það er miklu minna en annars væri. Við höfum verið að gera tilraunir með meðhöndlun á þessum lögnum svo þær falli betur inn í umhverfið.“ Bjarni segir að fjárhagslegur ávinningur hafi ekki verið metinn; munurinn á byggingu Hverahlíðarvirkjunar og gufulagnar sem framtíðarlausnar með því að byggja við Hellisheiðarvirkjun. „Við höfum ekki gert úttekt á því, það er ekki komið að þeim tímapunkti. Næst er að stjórn Orkuveitunnar taki ákvörðun um framhaldið; hún samþykki að hefja undirbúning. Þar er undir hönnun, ítarleg kostnaðaráætlun og leyfismál eftir að ákvörðun stjórnar liggur fyrir. Fyrst er að ræða við Skipulagsstofnun um það hvort framkvæmdin krefst endurskoðunar á umhverfismati, sem við vitum ekki. Síðan eru það skipulagsmál, eins og við aðalskipulag hjá sveitarfélaginu Ölfusi varðandi lagnaleið. Ef þetta gengur allt eftir og kostnaðarmat sýnir enn að þetta sé hagkvæmasta lausnin verður farið í verkið. En þetta tekur einhverja mánuði,“ segir Bjarni.Umfang Hverahlíðarvirkjunar Í gögnum Orkuveitunnar og skipulagsyfirvalda vegna Hverahlíðarvirkjunar kemur fram að helstu framkvæmdaþættir hennar eru borholur, borteigar, gufuveita, stöðvarhús, kæliturnar, niðurrennslisveita, vegir og slóðar á framkvæmdasvæði. Þess utan efnistaka, aðstaða verktaka og línutenging við flutningskerfi Landsnets. Áætlað framkvæmdasvæði er um 320 hektarar lands. Stöðvarhús Hverahlíðarvirkjunar mun verða um 5.000 fermetrar að grunnfleti og um tuttugu metrar á hæð. Gert er ráð fyrir að koma fyrir tveim kæliturnum á byggingareit stöðvarhússins. Hver þeirra um 900 fermetrar að grunnfleti og um tuttugu metra hár. Borteigar yrðu alls sex en borholur fyrir fullbyggða virkjun átján talsins. Losun jarðhitalofttegunda er um þrjátíu þúsund tonn á ári. Fyllingarefni vegna framkvæmdarinnar eru alls 300 til 400 þúsund rúmmetrar. Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 2008 segir að stofnunin telji að fyrirhuguð virkjun við Hverahlíð muni hafa talsverð neikvæð sjónræn áhrif sem muni breyta ásýnd svæðis við Suðurlandsveg og talsvert rask á hraunbreiðunni. Hins vegar sé framkvæmdasvæðið svo nálægt fjölförnum þjóðvegi og Hellisheiðarvirkjun að upplifun þess sem lítt snortins kyrrláts svæðis sé ekki fyrir hendi.
Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira