Nemi í naumhyggju Freyr Bjarnason skrifar 20. júní 2013 10:00 Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjálaðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda samstarfsmanna. Franski elektródúettinn Daft Punk stjórnaði upptökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tímaþröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mánuði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rapparinn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukkutíma aflögu og skilaði sínu á síðustu stundu fyrir Rubin, og rúmlega það. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjálaðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda samstarfsmanna. Franski elektródúettinn Daft Punk stjórnaði upptökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tímaþröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mánuði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rapparinn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukkutíma aflögu og skilaði sínu á síðustu stundu fyrir Rubin, og rúmlega það.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira