Bakkelsi og svekkelsi Karen Kjartansdóttir skrifar 22. júní 2013 10:30 Ein systra minna er með sítt rautt hár, mjótt mitti, ávalar mjaðmir, bogadregnar augabrúnir og fallegar beinar tennur. Væri hún hryssa fengi hún hátt fyrir byggingu og gang en skaparinn gaf henni ekki aðeins fagurt sköpulag heldur líka gáfur og það sem meira er – hún er listakokkur. Já, nú hugsa sér eflaust margir gott til glóðarinnar og spyrja sig: ,,Er þessi kona lofuð?“ Því miður verð ég að hryggja þá með því að fyrir nokkru gekk hún að eiga bónda á Suðurlandi af einni helstu Framsóknarfjölskyldu landsins en það var nú ekki það sem ég ætlaði að nefna. Þannig er að þessi systir mín hefur að undanförnu æft sig fyrir mikla baksturskeppni sem haldin verður á Suðurlandi seinna í sumar. Hún hefur fullkomnað keppnisuppskriftina, uppskriftina get ég ekki gefið en ég get sagt ykkur að hún er þynnri en þær hefðbundnu svo baksturinn tekur skemmri tíma og hægt er að gera fleiri kökur úr hráefninu. Auk þess er smá leynikryddi laumað í sem gleður bragðlaukana en ekki þó svo að íhaldssömum bakkelsisunnendum bregði of mikið í brún. Ég gæti ekki fjallað um þetta mál í fréttum því ég væri algjörlega vanhæf. Hún gerir einfaldlega bestu og gylltustu pönnukökur landsins. Nú verð ég samt að hætta að hrósa henni því eflaust hugsar hún mér þegjandi þörfina við þennan lestur. Ég ætlaði líka að ræða mikilvægt mál – nefnilega stjórnmál. Þannig er að ég hafði trú á þessari nýju ríkisstjórn vegna þess að stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér allar stað um leið og leiðtogarnir mauluðu dásemdar kaffibrauð. Slík vinnubrögð þóttu mér bara lofa svolítið góðu. Ég viðurkenni þó að undanfarið hefur mér brugðið í brún. Væri hinn ágæti Sunnlendingur Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra að keppa í pönnukökubakstri væri hann búinn að brenna nokkrar illa, pannan væri allt of heit, deigið of þykkt og liturinn ójafn og ljótur. Þið þekkið svona pönnsur, þær eru svartskellóttar öðru megin og hálf harðar á hinni hliðinni með skörpum hörðum brúnum. Formaður hans Sigmundur Davíð, sem ég veit að kann að meta gott bakkelsi, þyrfti að leiðbeina honum mjúklega en þó með styrkri hendi áfram við baksturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ein systra minna er með sítt rautt hár, mjótt mitti, ávalar mjaðmir, bogadregnar augabrúnir og fallegar beinar tennur. Væri hún hryssa fengi hún hátt fyrir byggingu og gang en skaparinn gaf henni ekki aðeins fagurt sköpulag heldur líka gáfur og það sem meira er – hún er listakokkur. Já, nú hugsa sér eflaust margir gott til glóðarinnar og spyrja sig: ,,Er þessi kona lofuð?“ Því miður verð ég að hryggja þá með því að fyrir nokkru gekk hún að eiga bónda á Suðurlandi af einni helstu Framsóknarfjölskyldu landsins en það var nú ekki það sem ég ætlaði að nefna. Þannig er að þessi systir mín hefur að undanförnu æft sig fyrir mikla baksturskeppni sem haldin verður á Suðurlandi seinna í sumar. Hún hefur fullkomnað keppnisuppskriftina, uppskriftina get ég ekki gefið en ég get sagt ykkur að hún er þynnri en þær hefðbundnu svo baksturinn tekur skemmri tíma og hægt er að gera fleiri kökur úr hráefninu. Auk þess er smá leynikryddi laumað í sem gleður bragðlaukana en ekki þó svo að íhaldssömum bakkelsisunnendum bregði of mikið í brún. Ég gæti ekki fjallað um þetta mál í fréttum því ég væri algjörlega vanhæf. Hún gerir einfaldlega bestu og gylltustu pönnukökur landsins. Nú verð ég samt að hætta að hrósa henni því eflaust hugsar hún mér þegjandi þörfina við þennan lestur. Ég ætlaði líka að ræða mikilvægt mál – nefnilega stjórnmál. Þannig er að ég hafði trú á þessari nýju ríkisstjórn vegna þess að stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér allar stað um leið og leiðtogarnir mauluðu dásemdar kaffibrauð. Slík vinnubrögð þóttu mér bara lofa svolítið góðu. Ég viðurkenni þó að undanfarið hefur mér brugðið í brún. Væri hinn ágæti Sunnlendingur Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra að keppa í pönnukökubakstri væri hann búinn að brenna nokkrar illa, pannan væri allt of heit, deigið of þykkt og liturinn ójafn og ljótur. Þið þekkið svona pönnsur, þær eru svartskellóttar öðru megin og hálf harðar á hinni hliðinni með skörpum hörðum brúnum. Formaður hans Sigmundur Davíð, sem ég veit að kann að meta gott bakkelsi, þyrfti að leiðbeina honum mjúklega en þó með styrkri hendi áfram við baksturinn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun