Leggur undir sig Gilið Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. júní 2013 12:00 Á bóndadag. „Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira