Mannréttindadómstóllinn í Evrópu tekur skattamál Baugs til meðferðar Stígur Helgason skrifar 23. júní 2013 21:50 Gestur Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni. Mest lesið Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni.
Mest lesið Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira