Þjóðlagatengd leikhústónlist í forgrunni Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 25. júní 2013 12:00 Framkvæmdastjórinn Gunnsteinn með dóttur sína, Áslaugu Elísabetu, sem kippir í kynið því hún hefur gaman af að spila á flygil heimilisins. Fréttablaðið/Arnþór „Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“ Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira