Ferðalangur hannar rafrænan vegvísi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. júní 2013 08:00 Gunnar Þorvaldsson er maðurinn á bakvið síðuna sem hefur fengið óvænta athygli. Upphaflega var hún hugsuð til einkanota en verkefnið hefur óvænt undið upp á sig. Vefsíðan Vegvísir fór í loftið síðastliðinn mánudag, en tilgangur hennar er að auðvelda skipulagningu ferða um landið. Hugmyndina að síðunni átti Gunnar Þorvaldsson og hann vann síðuna í samvinnu við forritarann Pál Hilmarsson. „Þetta er ekki alveg fullklárað en okkur fannst þetta nógu tilbúið til þess að fara í loftið núna.“ segir Gunnar, sem er grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Jónsson og Le‘macks. Hugmyndin að vefsíðunni er að skapa einfalda og aðgengilega síðu sem allir geta notað þegar kemur að því að skipuleggja ferðalög um landið. „Ég hef verið að kenna sjálfum mér vefforritun í vetur og ákvað að gera þetta að fyrsta verkefninu mínu. Ég fékk Pál Hilmarsson vin minn, sem er forritari, til þess að sjá um gagnahliðina á verkefninu en ég sá um hitt.“ Hann segist hingað til hafa nýtt sér vefsíðu Vegagerðarinnar í ferðaundirbúningi fjölskyldu sinnar en rekið sig á að sú síða hafi ekki verið nógu þægileg í notkun. „Ég bjó þetta verkefni til fyrir sjálfan mig en komst fljótt að því að fólk var spennt fyrir þessu.“ Hann segir síðuna fyrst og fremst til gamans gerða, hún sýni á einfaldan hátt hversu langt sé á milli staða en komi ekki til með að aðstoða villta ferðamenn á hálendinu. Hann ítrekar að síðan sé enn í vinnslu og hvetur fólk til þess að koma með ábendingar á Facebook-síðu verkefnisins.Hér má sjá dæmi af síðunni.Auðvelt og aðgengilegt Stimpli notandi inn brottfararstaðinn Hafnarfjörður og áfangastaðinn Ólafsvík kemur í ljós að leiðin er 200 km. Síðan má sjá að ferðin verður malbikuð meirihluta leiðarinnar, eða 196 km, en ferðalangar þurfa að aka 4 km á malarvegi. Að auki er ítarleg leiðarlýsing og vísað á nokkur kennileiti sem sjá má á leiðinni. Til stendur að bæta við síðuna áætluðum bensínkostnaði og ferðatíma.Andleysi engin afsökun Sé ferðalangur í ferðahug en óviss með val á áfangastað þá er sleginn inn brottfararstaður, smellt á Af stað! og þá kemur upp áfangastaður valinn af handahófi. Mest lesið Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Vefsíðan Vegvísir fór í loftið síðastliðinn mánudag, en tilgangur hennar er að auðvelda skipulagningu ferða um landið. Hugmyndina að síðunni átti Gunnar Þorvaldsson og hann vann síðuna í samvinnu við forritarann Pál Hilmarsson. „Þetta er ekki alveg fullklárað en okkur fannst þetta nógu tilbúið til þess að fara í loftið núna.“ segir Gunnar, sem er grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Jónsson og Le‘macks. Hugmyndin að vefsíðunni er að skapa einfalda og aðgengilega síðu sem allir geta notað þegar kemur að því að skipuleggja ferðalög um landið. „Ég hef verið að kenna sjálfum mér vefforritun í vetur og ákvað að gera þetta að fyrsta verkefninu mínu. Ég fékk Pál Hilmarsson vin minn, sem er forritari, til þess að sjá um gagnahliðina á verkefninu en ég sá um hitt.“ Hann segist hingað til hafa nýtt sér vefsíðu Vegagerðarinnar í ferðaundirbúningi fjölskyldu sinnar en rekið sig á að sú síða hafi ekki verið nógu þægileg í notkun. „Ég bjó þetta verkefni til fyrir sjálfan mig en komst fljótt að því að fólk var spennt fyrir þessu.“ Hann segir síðuna fyrst og fremst til gamans gerða, hún sýni á einfaldan hátt hversu langt sé á milli staða en komi ekki til með að aðstoða villta ferðamenn á hálendinu. Hann ítrekar að síðan sé enn í vinnslu og hvetur fólk til þess að koma með ábendingar á Facebook-síðu verkefnisins.Hér má sjá dæmi af síðunni.Auðvelt og aðgengilegt Stimpli notandi inn brottfararstaðinn Hafnarfjörður og áfangastaðinn Ólafsvík kemur í ljós að leiðin er 200 km. Síðan má sjá að ferðin verður malbikuð meirihluta leiðarinnar, eða 196 km, en ferðalangar þurfa að aka 4 km á malarvegi. Að auki er ítarleg leiðarlýsing og vísað á nokkur kennileiti sem sjá má á leiðinni. Til stendur að bæta við síðuna áætluðum bensínkostnaði og ferðatíma.Andleysi engin afsökun Sé ferðalangur í ferðahug en óviss með val á áfangastað þá er sleginn inn brottfararstaður, smellt á Af stað! og þá kemur upp áfangastaður valinn af handahófi.
Mest lesið Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira