Lifandi upplifun á Nora Magasin 2. júlí 2013 11:00 Brynja Skjaldardóttir og Akané Sophie hjá Nora Magasin. „Við opnuðum óformlega fyrir hálfum mánuði en á morgun verður formlegt opnunarteiti,“ segir Brynja Skjaldar, rekstrarstjóri Nora Magasin veitingahússins í Pósthússtræti 9. Hugmyndafræðin að baki veitingahúsinu er sérstök. „Kokkurinn okkar, Akane Monavon, er hálf frönsk og hálf japönsk. Hún hefur ferðast um allan heim og kynnt sér ólíka matarmenningu og hefur því skemmtilega sýn á mat og eldamennsku,“ segir Brynja. Á efri hæð Nora Magasin hefur verið byggt auka eldhús þar sem hægt er að matreiða í augsýn gestanna. „Akane vill að upplifun matargesta snúist um samskipti við kokk og þjóna, að þeir finni lyktina af matnum og sjái hann. Þannig verði veitingahúsaferðin að lifandi upplifun,“ útskýrir Brynja.Nora Magasin er eini staðurinn á landinu sem býður upp á Hoegaarden bjór á krana.Sögufrægur belgískur bjór Á Nora Magasin er í boði úrval af bjór. „Við verðum með fimm tegundir á krana og töluvert af flöskubjór,“ segir Brynja og minnist sérstaklega á Hoegaarden-bjórinn. „Það er belgískur hveitibjór sem er sérinnfluttur fyrir okkur frá Belgíu. Við erum eini staðurinn á Íslandi sem er með Hoegaarden á krana,“ segir Brynja og lýsir bjórnum nánar. „Hoegaarden er hinn upprunalegi belgíski hveitibjór (Wit). Hann var fyrst bruggaður á 15. öld í smábænum Hoegaarden. Hann er skýjaður eins og hveitibjór sæmir og leyndarmálið á bakvið frískandi bragðið er ekta appelsínubörkur og smáræði af kóríander.“ Gestir Nora Magasin eru afar hrifnir af bjórnum að sögn Brynju. „Fólkið er sólgið í bjórinn og nýtur þess að drekka hann úr glasi úti í sólinni,“ segir hún og bendir á að mikið sé lagt upp úr afslappaðri og notalegri útiaðstöðu hjá Nora Magasin. Brynja segir bjórinn henta vel með ýmsum mat, á borð við fisk- og grænmetisrétti. „Hann er til dæmis rosa góður með bláskelinni af matseðlinum okkar og ekki síður með ostaplattanum,“ segir Brynja og býður fólk velkomið á Nora Magasin.Akane vill að upplifun matargesta snúist um samskipti við kokk og þjóna.Veitingahúsið er staðsett í Pósthússtræti 9. Veitingastaðir Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið
„Við opnuðum óformlega fyrir hálfum mánuði en á morgun verður formlegt opnunarteiti,“ segir Brynja Skjaldar, rekstrarstjóri Nora Magasin veitingahússins í Pósthússtræti 9. Hugmyndafræðin að baki veitingahúsinu er sérstök. „Kokkurinn okkar, Akane Monavon, er hálf frönsk og hálf japönsk. Hún hefur ferðast um allan heim og kynnt sér ólíka matarmenningu og hefur því skemmtilega sýn á mat og eldamennsku,“ segir Brynja. Á efri hæð Nora Magasin hefur verið byggt auka eldhús þar sem hægt er að matreiða í augsýn gestanna. „Akane vill að upplifun matargesta snúist um samskipti við kokk og þjóna, að þeir finni lyktina af matnum og sjái hann. Þannig verði veitingahúsaferðin að lifandi upplifun,“ útskýrir Brynja.Nora Magasin er eini staðurinn á landinu sem býður upp á Hoegaarden bjór á krana.Sögufrægur belgískur bjór Á Nora Magasin er í boði úrval af bjór. „Við verðum með fimm tegundir á krana og töluvert af flöskubjór,“ segir Brynja og minnist sérstaklega á Hoegaarden-bjórinn. „Það er belgískur hveitibjór sem er sérinnfluttur fyrir okkur frá Belgíu. Við erum eini staðurinn á Íslandi sem er með Hoegaarden á krana,“ segir Brynja og lýsir bjórnum nánar. „Hoegaarden er hinn upprunalegi belgíski hveitibjór (Wit). Hann var fyrst bruggaður á 15. öld í smábænum Hoegaarden. Hann er skýjaður eins og hveitibjór sæmir og leyndarmálið á bakvið frískandi bragðið er ekta appelsínubörkur og smáræði af kóríander.“ Gestir Nora Magasin eru afar hrifnir af bjórnum að sögn Brynju. „Fólkið er sólgið í bjórinn og nýtur þess að drekka hann úr glasi úti í sólinni,“ segir hún og bendir á að mikið sé lagt upp úr afslappaðri og notalegri útiaðstöðu hjá Nora Magasin. Brynja segir bjórinn henta vel með ýmsum mat, á borð við fisk- og grænmetisrétti. „Hann er til dæmis rosa góður með bláskelinni af matseðlinum okkar og ekki síður með ostaplattanum,“ segir Brynja og býður fólk velkomið á Nora Magasin.Akane vill að upplifun matargesta snúist um samskipti við kokk og þjóna.Veitingahúsið er staðsett í Pósthússtræti 9.
Veitingastaðir Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið