Helgarmaturinn - Girnilegur kjúklingaborgari með mangósalsa 1. júlí 2013 15:00 Ari Már Heimisson eigandi Kaffikompanísins á Kjarvalsstöðum Ari Már Heimisson deildi með Lífinu, girnilegri uppskrift af hollum kjúklingaborgara sem er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna. 4 ferskar kjúklingabringur1 mangó3-4 tómatar½ rauðlaukur3-4 hvítlauksgeirar½ búnt kóríander, ferskt1 stk. lime1 poki klettasalatBrauðbollur frá Polarbröd4 bökunarkartöflur, stórarSalt og piparPaprikukrydd½ líter létt ab-mjólk1 dl olíaMangósalsa: Skerið mangó, rauðlaukinn, og tómatana í litla bita. Saxið einn hvítlauksgeira og koríander og blandið saman við. Limesafi er kreistur yfir og kryddað með örlitlu salti og pipar. Hvítlaukssósa: Hellið ab-mjólkinni í skál, pressið restina af hvítlauknum saman við og kryddið létt með salti og pipar. Helgarmaturinn Grillið kjúklingabringurnar og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn í tvennt og borgaranum raðað saman með klettasalatinu, mangósalsanu og hvítlaukssósunni. Kartöflubátar: Skerið kartöflurnar í tvennt og síðan í þunna báta. Setjið í ofnskúffu, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Veltið þeim því næst upp úr olíunni. Bakað í ofni á 200°C í ca. 20-25 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Gott er að byrja á að gera kartöflurnar áður en kjúklingurinn er eldaður þar sem þær þurfa langan tíma í ofninum. Grillréttir Hamborgarar Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið
Ari Már Heimisson deildi með Lífinu, girnilegri uppskrift af hollum kjúklingaborgara sem er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna. 4 ferskar kjúklingabringur1 mangó3-4 tómatar½ rauðlaukur3-4 hvítlauksgeirar½ búnt kóríander, ferskt1 stk. lime1 poki klettasalatBrauðbollur frá Polarbröd4 bökunarkartöflur, stórarSalt og piparPaprikukrydd½ líter létt ab-mjólk1 dl olíaMangósalsa: Skerið mangó, rauðlaukinn, og tómatana í litla bita. Saxið einn hvítlauksgeira og koríander og blandið saman við. Limesafi er kreistur yfir og kryddað með örlitlu salti og pipar. Hvítlaukssósa: Hellið ab-mjólkinni í skál, pressið restina af hvítlauknum saman við og kryddið létt með salti og pipar. Helgarmaturinn Grillið kjúklingabringurnar og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn í tvennt og borgaranum raðað saman með klettasalatinu, mangósalsanu og hvítlaukssósunni. Kartöflubátar: Skerið kartöflurnar í tvennt og síðan í þunna báta. Setjið í ofnskúffu, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Veltið þeim því næst upp úr olíunni. Bakað í ofni á 200°C í ca. 20-25 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Gott er að byrja á að gera kartöflurnar áður en kjúklingurinn er eldaður þar sem þær þurfa langan tíma í ofninum.
Grillréttir Hamborgarar Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið