Við viljum fransbrauð! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. júlí 2013 10:00 Undirskriftasafnanir virðast vera orðnar nýjasta della Íslendinga. Hver slík söfnunin rekur aðra og það virðast lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi fólks þegar kemur að því að velja málefni í þær eins og ein sú nýjasta, þar sem fólk er beðið að skrifa undir áskorun um betra veður, ber með sér. Sú söfnun er þó varla alvarlega meint en það að henni skuli hafa verið ýtt á flot ber þess merki að trúin á undramátt undirskriftasafnana sé við góða heilsu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vildi í samtali við Vísi í gær alfarið gera forsetann ábyrgan fyrir þessari trú á undirskriftasafnanir. „Forsetinn kom þessum bolta af stað með því að vísa til undirskriftasafnana í synjunum sínum á lögum. Fólk hefur bara tekið við þeim bolta og reynir að gera sér eins mikinn mat úr því og það getur,“ sagði prófessorinn. En hvaða matur er það? Dettur einhverjum í hug að þessar safnanir hafi einhver áhrif í þá átt að fá stjórnvöld til að breyta áformum sínum? Að Ólafur Ragnar neiti að skrifa undir lög um breytingar á veiðigjaldi þótt honum berist slíkur nafnalisti? Eða að Illugi Gunnarsson lyppist niður eins og húðskammaður smástrákur þótt fólk skrifi undir áskorun um að hætta við breytingar á úthlutunarreglum LÍN? Látið ykkur dreyma! Þessi aðferð við að koma vilja sínum á framfæri er reyndar nokkurt umhugsunarefni. Hana notuðu Íslendingar árhundruðum saman til að reyna að ná fram kröfum sínum við Danakóng, en árangurinn varð nú ekki stórkostlegur. Þeir höfðu það reyndar sér til afsökunar að þeir höfðu ekkert um það að segja hvaða einvaldur sat á konungsstóli. Þeir máttu ekki kjósa og þessar bænaskrár sem þeir sendu sí og æ voru ein af fáum leiðum sem þeir gátu nýtt til að koma kvörtunarefnum sínum á framfæri við stjórnvöld. Þann veruleika búum við ekki við í dag. Við höfum kosningarétt. Það erum við sem stjórnum því hverjir halda um stjórnartaumana og eðlilegasta leiðin til að koma því á framfæri til hvers við ætlumst af stjórnvöldum er einfaldlega að velja þá sem við treystum til að framfylgja hugðarefnum okkar á þingi. Það þýðir lítið að reka upp ramakvein að kosningum loknum og kvarta og kveina yfir að stjórnmálamenn hlusti ekki á almenning. Þeir hlustuðu á atkvæðin ykkar, þeir sitja í umboði kjósenda. Ef þið hafið áhuga á að hugðarefni ykkar séu í náðinni hjá stjórnvöldum er þjóðráð að hugsa aðeins um það til hvers maður ætlast af þeim áður en x-inu er skellt á kosningaseðilinn. Það er nefnilega þannig sem fulltrúalýðræði virkar. Fjörutíu þúsund nöfn á blaði ná aldrei að hnika ákvörðunum kónga eða forseta, þeir halda sínu striki á þann hátt sem þeim hentar best. Hafa alltaf gert og munu alltaf gera. Það þarf nú engan Shakespeare til að segja manni það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun
Undirskriftasafnanir virðast vera orðnar nýjasta della Íslendinga. Hver slík söfnunin rekur aðra og það virðast lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi fólks þegar kemur að því að velja málefni í þær eins og ein sú nýjasta, þar sem fólk er beðið að skrifa undir áskorun um betra veður, ber með sér. Sú söfnun er þó varla alvarlega meint en það að henni skuli hafa verið ýtt á flot ber þess merki að trúin á undramátt undirskriftasafnana sé við góða heilsu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vildi í samtali við Vísi í gær alfarið gera forsetann ábyrgan fyrir þessari trú á undirskriftasafnanir. „Forsetinn kom þessum bolta af stað með því að vísa til undirskriftasafnana í synjunum sínum á lögum. Fólk hefur bara tekið við þeim bolta og reynir að gera sér eins mikinn mat úr því og það getur,“ sagði prófessorinn. En hvaða matur er það? Dettur einhverjum í hug að þessar safnanir hafi einhver áhrif í þá átt að fá stjórnvöld til að breyta áformum sínum? Að Ólafur Ragnar neiti að skrifa undir lög um breytingar á veiðigjaldi þótt honum berist slíkur nafnalisti? Eða að Illugi Gunnarsson lyppist niður eins og húðskammaður smástrákur þótt fólk skrifi undir áskorun um að hætta við breytingar á úthlutunarreglum LÍN? Látið ykkur dreyma! Þessi aðferð við að koma vilja sínum á framfæri er reyndar nokkurt umhugsunarefni. Hana notuðu Íslendingar árhundruðum saman til að reyna að ná fram kröfum sínum við Danakóng, en árangurinn varð nú ekki stórkostlegur. Þeir höfðu það reyndar sér til afsökunar að þeir höfðu ekkert um það að segja hvaða einvaldur sat á konungsstóli. Þeir máttu ekki kjósa og þessar bænaskrár sem þeir sendu sí og æ voru ein af fáum leiðum sem þeir gátu nýtt til að koma kvörtunarefnum sínum á framfæri við stjórnvöld. Þann veruleika búum við ekki við í dag. Við höfum kosningarétt. Það erum við sem stjórnum því hverjir halda um stjórnartaumana og eðlilegasta leiðin til að koma því á framfæri til hvers við ætlumst af stjórnvöldum er einfaldlega að velja þá sem við treystum til að framfylgja hugðarefnum okkar á þingi. Það þýðir lítið að reka upp ramakvein að kosningum loknum og kvarta og kveina yfir að stjórnmálamenn hlusti ekki á almenning. Þeir hlustuðu á atkvæðin ykkar, þeir sitja í umboði kjósenda. Ef þið hafið áhuga á að hugðarefni ykkar séu í náðinni hjá stjórnvöldum er þjóðráð að hugsa aðeins um það til hvers maður ætlast af þeim áður en x-inu er skellt á kosningaseðilinn. Það er nefnilega þannig sem fulltrúalýðræði virkar. Fjörutíu þúsund nöfn á blaði ná aldrei að hnika ákvörðunum kónga eða forseta, þeir halda sínu striki á þann hátt sem þeim hentar best. Hafa alltaf gert og munu alltaf gera. Það þarf nú engan Shakespeare til að segja manni það.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun