Litli Hamlet fer líka á svið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2013 09:59 Bergur Þór Ingólfsson mun endurskrifa texta Shakespeares og færa hann yfir á nútímamál. Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp