Sjö samúræjar í Elliðaárdalnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 11:00 Fimm karlmenn og tvær konur fara með hlutverk samúræjanna sjö. "Við erum ekkert að herma eftir Japönum, enda erum við ekki Japanar,“ segir Guðmundur Erlingsson, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar Sjö samúræjar, sem frumsýnd verður í Elliðaárdalnum á morgun. Leikgerðin byggir á hinni frægu kvikmynd Akira Kurosawa um samúræjana sjö, en Guðmundur segir auðvitað óhugsandi að koma öllu efni þriggja tíma kvikmyndar fyrir í klukkustundarlangri sýningu. „Grunnsagan er þó til staðar, en við þurfum að einfalda ansi mikið og sleppa úr. Við erum heldur ekkert að eltast við að gera eins og myndin enda er það ekki hægt. Við búum til hliðarheim sem vísar í heim myndarinnar, en þó er ekki um staðfæringu að ræða og sögusviðið er Japan.“Guðmundur Erlingsson.Leikfélagið Sýnir, hvað er það? „Leikfélagið Sýnir er hálfgert regnhlífarleikfélag áhugaleikfélaga á Íslandi. Hefur aðallega verið starfandi á sumrin og sett upp fimm sýningar í Elliðaárdalnum og víðar, meira að segja eina uppi á Hveravöllum,“ segir Guðmundur. Rúmlega tuttugu manns taka þátt í sýningunni og tveir af samúræjunum eru leiknir af konum. Guðmundur segir kyn leikara ekki hafa skipt meginmáli þegar valið var í hlutverk. Eftir á að hyggja hefði kannski verið gaman að láta karlmenn fara með kvenhlutverk en það verði að bíða betri tíma. Einungis verða fjórar sýningar á verkinu og hefjast þær allar klukkan 20. Hér er um útileiksýningu að ræða þar sem náttúra Elliðaárdalsins nýtur sín til fulls í bakgrunninum og áhorfendur eru leiddir um dalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar. Engin forsala verður á miðum, enda frekar ólíkt að uppselt verði á utanhússsýningar, en Guðmundur hvetur fólk til að mæta í fyrra fallinu, þar sem sýningin fer um víðan völl og mikilvægt að allir fylgist að. „Við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri,“ segir leikstjórinn. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Við erum ekkert að herma eftir Japönum, enda erum við ekki Japanar,“ segir Guðmundur Erlingsson, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar Sjö samúræjar, sem frumsýnd verður í Elliðaárdalnum á morgun. Leikgerðin byggir á hinni frægu kvikmynd Akira Kurosawa um samúræjana sjö, en Guðmundur segir auðvitað óhugsandi að koma öllu efni þriggja tíma kvikmyndar fyrir í klukkustundarlangri sýningu. „Grunnsagan er þó til staðar, en við þurfum að einfalda ansi mikið og sleppa úr. Við erum heldur ekkert að eltast við að gera eins og myndin enda er það ekki hægt. Við búum til hliðarheim sem vísar í heim myndarinnar, en þó er ekki um staðfæringu að ræða og sögusviðið er Japan.“Guðmundur Erlingsson.Leikfélagið Sýnir, hvað er það? „Leikfélagið Sýnir er hálfgert regnhlífarleikfélag áhugaleikfélaga á Íslandi. Hefur aðallega verið starfandi á sumrin og sett upp fimm sýningar í Elliðaárdalnum og víðar, meira að segja eina uppi á Hveravöllum,“ segir Guðmundur. Rúmlega tuttugu manns taka þátt í sýningunni og tveir af samúræjunum eru leiknir af konum. Guðmundur segir kyn leikara ekki hafa skipt meginmáli þegar valið var í hlutverk. Eftir á að hyggja hefði kannski verið gaman að láta karlmenn fara með kvenhlutverk en það verði að bíða betri tíma. Einungis verða fjórar sýningar á verkinu og hefjast þær allar klukkan 20. Hér er um útileiksýningu að ræða þar sem náttúra Elliðaárdalsins nýtur sín til fulls í bakgrunninum og áhorfendur eru leiddir um dalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar. Engin forsala verður á miðum, enda frekar ólíkt að uppselt verði á utanhússsýningar, en Guðmundur hvetur fólk til að mæta í fyrra fallinu, þar sem sýningin fer um víðan völl og mikilvægt að allir fylgist að. „Við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri,“ segir leikstjórinn.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp