Endalok heimsins nálgast óðfluga Sara McMahon skrifar 3. júlí 2013 21:00 Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira