Westwood vinnur í veikleika sínum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júlí 2013 13:30 Helsti veikleiki Westwood er púttin. nordicphotos/getty Englendingurinn Lee Westwood hefur fengið til liðs við sig nýjan þjálfara sem á að aðstoða hann við púttin en Ian Baker–Finch mun undirbúa kylfinginn fyrir átökin á Opna breska meistaramótinu. Opna breska meistaramótið hefst á Muirfield-vellinum í Skotlandi eftir eina viku en mótið telst vera eitt allra erfiðasta golfmót ársins. Baker–Finch fór með sigur af hólmi á Opna breska mótinu árið 1991 en hans aðalsmerki á golfvellinum hefur í gegnum tíðina verið frábær spilamennska á flötunum. Westwood hefur aftur á móti átt erfitt uppdráttar á flötunum á sínum ferli. „Við hittumst í síðustu viku og lékum saman nokkrar holur. Maður sér strax af hverju hann [Ian Baker–Finch] hefur alltaf verið kallaður galdramaður á flötunum. Hann hjálpaði mér mikið og mun gera á næstu dögum. Þetta er að mestu leyti andlegt vandamál hjá mér sem ég verð að vinna í,“ sagði Westwood. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood hefur fengið til liðs við sig nýjan þjálfara sem á að aðstoða hann við púttin en Ian Baker–Finch mun undirbúa kylfinginn fyrir átökin á Opna breska meistaramótinu. Opna breska meistaramótið hefst á Muirfield-vellinum í Skotlandi eftir eina viku en mótið telst vera eitt allra erfiðasta golfmót ársins. Baker–Finch fór með sigur af hólmi á Opna breska mótinu árið 1991 en hans aðalsmerki á golfvellinum hefur í gegnum tíðina verið frábær spilamennska á flötunum. Westwood hefur aftur á móti átt erfitt uppdráttar á flötunum á sínum ferli. „Við hittumst í síðustu viku og lékum saman nokkrar holur. Maður sér strax af hverju hann [Ian Baker–Finch] hefur alltaf verið kallaður galdramaður á flötunum. Hann hjálpaði mér mikið og mun gera á næstu dögum. Þetta er að mestu leyti andlegt vandamál hjá mér sem ég verð að vinna í,“ sagði Westwood.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira