Fékk Riddarakross fyrir það sem þótti klikkun Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. júlí 2013 10:00 Sigurður hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á Ariasman eftir Tapio Koivukari. Hér er hann á slóðum hvalfangaranna í bókinni. Mynd/Aðalsteinn Svanur Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“ Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira