Úthugsað sölutrix eða uppljóstrun? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. júlí 2013 11:00 J.K. Rowling Fjölmiðlar hafa undanfarna daga gert sér mat úr þeirri uppljóstrun The Sunday Times að höfundur glæpasögunnar The Cuckoo’s Calling sé metsöluhöfundurinn J. K. Rowling en ekki Robert Galbraith. Aðdragandi uppljóstrunarinnar vekur þó ýmsar spurningar. J. K. Rowling skrifaði glæpasöguna The Cuckoo's Calling undir dulnefninu Robert Galbraith og útgáfa hennar, Little, Brown and Company, gaf bókina út í apríl síðastliðnum. Gagnrýnendur lofuðu bókina í hástert og töluðu um að það væri enginn byrjendabragur á henni, auk þess að velta upp þeirri spurningu hvort karlmaður gæti haft jafn mikið vit á klæðnaði kvenna og höfundurinn greinilega hefði (!). Á sunnudag var síðan upplýst hver hinn rétti höfundur er eftir „rannsóknarblaðamennsku“ blaðamanns hjá The Sunday Times, í kjölfar nafnlausrar ábendingar á Twitter. Bæði Rowling sjálf og útgefandi hennar staðfestu um hæl að hún væri höfundurinn og allt ferlið lyktar af vandlega undirbúnu plotti til að auka sölu bókarinnar, sem ekki hefur selst nema í 1.500 eintökum hingað til. Brellan virðist hafa snarvirkað og innan sólarhrings var The Cuckoo's Calling orðin söluhæsta bókin á Amazon. Hvers vegna ákveðið var í upphafi að notast við dulnefni við fyrstu útgáfu bókarinnar er önnur saga, en Rowling sjálf hefur sagt að það hafi veitt henni frelsi undan væntingum lesanda og bent hefur verið á að gagnrýnendur hafi farið mun mildari höndum um The Cuckoo's Calling en um Hlaupið í skarðið, sem fékk ansi misjafna dóma.George Sand, C.S. Lewis, Stephen King og Sylvia Plath.Rowling er langt frá því fyrsti frægi höfundurinn sem velur að gefa út undir dulnefni og verður væntanlega ekki sá síðasti. Stephen King skrifaði bækur undir nafninu Richard Bachman, Sylvia Plath kallaði sig Victoriu Lucas þegar hún gaf út The Bell Jar, C. S. Lewis notaði tvö dulnefni, kallaði sig Clive Hamilton þegar hann gaf út ljóð og N. W. Clerk þegar hann skrifaði bók um sorg og missi, svo nokkur dæmi séu tekin. „Okkar eigin“ Stella Blómkvist er sögð vera miðaldra glæpasagnahöfundur og nú síðast gaf „frægur glæpasagnahöfundur“ út erótísku bókina Elskhugann undir dulnefninu Karl Fransson. Það er reyndar engin nýlunda fyrir J. K. Rowling að skrifa undir dulnefni því hennar rétta nafn er Joanne Murray, sem er reyndar eftirnafn eiginmanns hennar, en Rowling er föðurnafn hennar. Upphaflega ætlaði hún að gefa fyrstu Harry Potter-bókina undir nafninu Joanne Rowling en útgefandinn taldi að ungir drengir yrðu tregari til að ágirnast bókina ef þeir vissu að hún væri skrifuð af kvenmanni og báðu um tvo upphafsstafi í stað Joanne-nafnsins. Sú hefð á sér enn dýpri rætur en feluleikur frægra höfunda enda hafa margar fremstu skáldkonur bókmenntasögunnar notað karlmannsnöfn til að koma bókum sínum á framfæri, nægir þar að nefna George Eliot og George Sand að ógleymdum Brontë-systrum, sem allar notuðu karlmannsnöfn við útgáfu á bókum sínum. Það er fátt nýtt undir sólinni. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarna daga gert sér mat úr þeirri uppljóstrun The Sunday Times að höfundur glæpasögunnar The Cuckoo’s Calling sé metsöluhöfundurinn J. K. Rowling en ekki Robert Galbraith. Aðdragandi uppljóstrunarinnar vekur þó ýmsar spurningar. J. K. Rowling skrifaði glæpasöguna The Cuckoo's Calling undir dulnefninu Robert Galbraith og útgáfa hennar, Little, Brown and Company, gaf bókina út í apríl síðastliðnum. Gagnrýnendur lofuðu bókina í hástert og töluðu um að það væri enginn byrjendabragur á henni, auk þess að velta upp þeirri spurningu hvort karlmaður gæti haft jafn mikið vit á klæðnaði kvenna og höfundurinn greinilega hefði (!). Á sunnudag var síðan upplýst hver hinn rétti höfundur er eftir „rannsóknarblaðamennsku“ blaðamanns hjá The Sunday Times, í kjölfar nafnlausrar ábendingar á Twitter. Bæði Rowling sjálf og útgefandi hennar staðfestu um hæl að hún væri höfundurinn og allt ferlið lyktar af vandlega undirbúnu plotti til að auka sölu bókarinnar, sem ekki hefur selst nema í 1.500 eintökum hingað til. Brellan virðist hafa snarvirkað og innan sólarhrings var The Cuckoo's Calling orðin söluhæsta bókin á Amazon. Hvers vegna ákveðið var í upphafi að notast við dulnefni við fyrstu útgáfu bókarinnar er önnur saga, en Rowling sjálf hefur sagt að það hafi veitt henni frelsi undan væntingum lesanda og bent hefur verið á að gagnrýnendur hafi farið mun mildari höndum um The Cuckoo's Calling en um Hlaupið í skarðið, sem fékk ansi misjafna dóma.George Sand, C.S. Lewis, Stephen King og Sylvia Plath.Rowling er langt frá því fyrsti frægi höfundurinn sem velur að gefa út undir dulnefni og verður væntanlega ekki sá síðasti. Stephen King skrifaði bækur undir nafninu Richard Bachman, Sylvia Plath kallaði sig Victoriu Lucas þegar hún gaf út The Bell Jar, C. S. Lewis notaði tvö dulnefni, kallaði sig Clive Hamilton þegar hann gaf út ljóð og N. W. Clerk þegar hann skrifaði bók um sorg og missi, svo nokkur dæmi séu tekin. „Okkar eigin“ Stella Blómkvist er sögð vera miðaldra glæpasagnahöfundur og nú síðast gaf „frægur glæpasagnahöfundur“ út erótísku bókina Elskhugann undir dulnefninu Karl Fransson. Það er reyndar engin nýlunda fyrir J. K. Rowling að skrifa undir dulnefni því hennar rétta nafn er Joanne Murray, sem er reyndar eftirnafn eiginmanns hennar, en Rowling er föðurnafn hennar. Upphaflega ætlaði hún að gefa fyrstu Harry Potter-bókina undir nafninu Joanne Rowling en útgefandinn taldi að ungir drengir yrðu tregari til að ágirnast bókina ef þeir vissu að hún væri skrifuð af kvenmanni og báðu um tvo upphafsstafi í stað Joanne-nafnsins. Sú hefð á sér enn dýpri rætur en feluleikur frægra höfunda enda hafa margar fremstu skáldkonur bókmenntasögunnar notað karlmannsnöfn til að koma bókum sínum á framfæri, nægir þar að nefna George Eliot og George Sand að ógleymdum Brontë-systrum, sem allar notuðu karlmannsnöfn við útgáfu á bókum sínum. Það er fátt nýtt undir sólinni.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira