Halli lífeyrissjóðanna samsvarar fjárlögum ríkisins Lovísa Eiríksdóttir skrifar 16. júlí 2013 07:00 Meðal hugmynda til að jafna réttindi starfsmanna ríkis og bæja annars vegar og annarra launamanna hins vegar er að hækka iðgjald almennra launamanna til jafns við það sem starfsmenn ríkis og bæja greiða. Mynd/Anton Þorsteinn Víglundsson Halli hjá lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga nemur 574 milljörðum króna samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna. Sú upphæð samsvarar heilum fjárlögum frá ríkissjóði. „Hið opinbera hefur talað um að fjármagna verði hluta af hallanum með því að hækka iðgjöld, sem gerir þá enn erfiðara að ná markmiðum um samræmingu lífeyrisréttinda,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Markmiðið er að samrýma réttindi opinberra starfsmanna annars vegar og almennra launþega hins vegar. Ein hugmynd sem nefnd hefur verið er að hækka iðgjöld almenna vinnumarkaðarins úr 12 prósentum í þau 15,5 prósent sem er iðgjald í lífeyrissjóði hjá opinberum starfsmönnum. Almennur eftirlaunaaldur hjá opinberum starfsmönnum myndi á móti hækka úr 65 árum í 67 ár líkt og tíðkast hjá starfsmönnum í einkageiranum. Hækkun eftirlaunaaldurs opinberra starfsmanna gæti fjármagnað hallann að einhverju leyti og telur Þorsteinn að brýnt sé að ráðast í slíkar aðgerðir áður en farið verður í annars konar aðgerðir til að fjármögnunar.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að þótt vinna um samræmingu lífeyrisréttinda sé komin býsna langt hafi halli lífeyrisjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga áhrif á samninga. „Áður en samtök atvinnulífsins samþykkja að fara í hækkun iðgjalda og samrýma þannig réttindi þá verður að leysa úr vanda opinbera kerfisins. Það er óleystur og ófjármagnaður vandi hjá hinu opinbera. Atvinnulífið óttast að ríkisstjórnir framtíðarinnar muni fjármagna þennan halla með álögum á atvinnulífið og því sé það ekki aflögufært gagnvart hækkun iðgjalda á félagsmenn ASÍ,“ segir Gylfi og bætir við að bókun í samningi um hækkun iðgjalda sem átti að hefjast árið 2014 hafi frestast vegna óvissunnar. „Það er það sem þessi vinna hefur strandað á, hvernig þessi halli verður fjármagnaður, ef það verður gert með því að hækka iðgjöld úr 15,5 prósentum í 20 prósent þá er það afstaða atvinnurekanda að það sé ekki hægt að elta það," segir Gylfi. „Það er sameiginlegur skilningur og einlægni um hvernig framtíðarfyrirkomulagið eigi að vera. Það er þó ljóst að það eru ýmis ljón á veginum varðandi hvernig megi gera upp fortíðina,"útskýrir Gylfi. „Ef við eigum að bæta í kerfið til þess að ná fram jöfnuði þá er skilyrði að útkoman verði jöfnuður. Ef fjármagna á hallann með hækkun iðgjalda verður erfitt fyrir okkur að fylgja þeirri hækkun eftir,“ tekur Þorsteinn undir. "Til að byrja með er vænlegast að hækka eftirlaunaaldur hins opinbera." Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson Halli hjá lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga nemur 574 milljörðum króna samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna. Sú upphæð samsvarar heilum fjárlögum frá ríkissjóði. „Hið opinbera hefur talað um að fjármagna verði hluta af hallanum með því að hækka iðgjöld, sem gerir þá enn erfiðara að ná markmiðum um samræmingu lífeyrisréttinda,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Markmiðið er að samrýma réttindi opinberra starfsmanna annars vegar og almennra launþega hins vegar. Ein hugmynd sem nefnd hefur verið er að hækka iðgjöld almenna vinnumarkaðarins úr 12 prósentum í þau 15,5 prósent sem er iðgjald í lífeyrissjóði hjá opinberum starfsmönnum. Almennur eftirlaunaaldur hjá opinberum starfsmönnum myndi á móti hækka úr 65 árum í 67 ár líkt og tíðkast hjá starfsmönnum í einkageiranum. Hækkun eftirlaunaaldurs opinberra starfsmanna gæti fjármagnað hallann að einhverju leyti og telur Þorsteinn að brýnt sé að ráðast í slíkar aðgerðir áður en farið verður í annars konar aðgerðir til að fjármögnunar.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að þótt vinna um samræmingu lífeyrisréttinda sé komin býsna langt hafi halli lífeyrisjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga áhrif á samninga. „Áður en samtök atvinnulífsins samþykkja að fara í hækkun iðgjalda og samrýma þannig réttindi þá verður að leysa úr vanda opinbera kerfisins. Það er óleystur og ófjármagnaður vandi hjá hinu opinbera. Atvinnulífið óttast að ríkisstjórnir framtíðarinnar muni fjármagna þennan halla með álögum á atvinnulífið og því sé það ekki aflögufært gagnvart hækkun iðgjalda á félagsmenn ASÍ,“ segir Gylfi og bætir við að bókun í samningi um hækkun iðgjalda sem átti að hefjast árið 2014 hafi frestast vegna óvissunnar. „Það er það sem þessi vinna hefur strandað á, hvernig þessi halli verður fjármagnaður, ef það verður gert með því að hækka iðgjöld úr 15,5 prósentum í 20 prósent þá er það afstaða atvinnurekanda að það sé ekki hægt að elta það," segir Gylfi. „Það er sameiginlegur skilningur og einlægni um hvernig framtíðarfyrirkomulagið eigi að vera. Það er þó ljóst að það eru ýmis ljón á veginum varðandi hvernig megi gera upp fortíðina,"útskýrir Gylfi. „Ef við eigum að bæta í kerfið til þess að ná fram jöfnuði þá er skilyrði að útkoman verði jöfnuður. Ef fjármagna á hallann með hækkun iðgjalda verður erfitt fyrir okkur að fylgja þeirri hækkun eftir,“ tekur Þorsteinn undir. "Til að byrja með er vænlegast að hækka eftirlaunaaldur hins opinbera."
Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent