LSR þarf að hækka iðgjaldið um áramót Lovísa Eiríksdóttir skrifar 17. júlí 2013 09:30 „Það þarf að grípa til aðgerða fyrir 1. október til að koma til móts við halla. Eins prósents hækkun iðgjalda myndi koma halla sjóðsins innan lagalegra marka,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er afar slæm eins og fram hefur komið í greiningu Fjármálaeftirlitsins. Halli sjóðanna nemur um 574 milljörðum króna. Stærstur hluti þessa halla er vegna skuldbindinga LSR. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins er munur á eignum og skuldbindingum sjóðsins um 466 milljarðar króna. Skuldbindingarnar skiptast í 360 milljarða króna halla í B-deild, 60 milljarða króna halla í A-deild og 43 milljarða króna halla í lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. B-deildin er byggð á gömlu kerfi sjóðsins, þar sem sjóðsfélagar hafa unnið sér inn réttindi án þess að þau hafi verið fjármögnuð til fulls. Gamla kerfinu var lokað fyrir nýja sjóðsfélaga árið 1997 til þess að byggja upp nýtt og sjálfbært kerfi sem sett var undir deild A. A-deildin var hönnuð þannig að iðgjöld myndu duga fyrir skuldbindingum, en það hefur ekki staðist. „Í fyrra var munur á eignum og skuldbindingum í A-deild neikvæður um 12,5 prósent fimmta árið í röð. Samkvæmt lögum verður hallinn að vera minni undir 10 prósentum,“ segir Haukur.Haukur Hafsteinsson Haukur bætir við að halli vegna B-deildar sé hins vegar ekki á tíma. „Gamla kerfi sjóðsins er þannig uppbyggt að ekki var gert ráð fyrir því að það væri innistæða fyrir áunnum réttindum, og það hefur alltaf verið vitað. Þó er brýnt að gera áætlun um hvernig eigi að fjármagna þessi réttindi. Til þess að jafna út stöðu B-deildar þyrfti að greiða í sjóðinn 8 milljarða á ári í um það bil 30 ár,“ segir Haukur. Í ársskýrslu sjóðsins segir að tryggingaleg staða B-deildar sé afar óheppileg og að vænlegra hefði verið að ríkissjóður hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að greiða aukalega í B-deildina til að koma til móts við skuldbindingar. Það var hins vegar ekki gert. Ef farið yrði í aðgerðir til að bæta halla LSR bæði með því að hækka iðgjöld um eitt prósent og með því að greiða upp skuldbindingar í B-deild á 30 árum þyrftu ríki og sveitarfélög að gera ráð fyrir níu milljörðum króna árlega til þess að koma til móts við skuldbindingar sjóðsins. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Það þarf að grípa til aðgerða fyrir 1. október til að koma til móts við halla. Eins prósents hækkun iðgjalda myndi koma halla sjóðsins innan lagalegra marka,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er afar slæm eins og fram hefur komið í greiningu Fjármálaeftirlitsins. Halli sjóðanna nemur um 574 milljörðum króna. Stærstur hluti þessa halla er vegna skuldbindinga LSR. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins er munur á eignum og skuldbindingum sjóðsins um 466 milljarðar króna. Skuldbindingarnar skiptast í 360 milljarða króna halla í B-deild, 60 milljarða króna halla í A-deild og 43 milljarða króna halla í lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. B-deildin er byggð á gömlu kerfi sjóðsins, þar sem sjóðsfélagar hafa unnið sér inn réttindi án þess að þau hafi verið fjármögnuð til fulls. Gamla kerfinu var lokað fyrir nýja sjóðsfélaga árið 1997 til þess að byggja upp nýtt og sjálfbært kerfi sem sett var undir deild A. A-deildin var hönnuð þannig að iðgjöld myndu duga fyrir skuldbindingum, en það hefur ekki staðist. „Í fyrra var munur á eignum og skuldbindingum í A-deild neikvæður um 12,5 prósent fimmta árið í röð. Samkvæmt lögum verður hallinn að vera minni undir 10 prósentum,“ segir Haukur.Haukur Hafsteinsson Haukur bætir við að halli vegna B-deildar sé hins vegar ekki á tíma. „Gamla kerfi sjóðsins er þannig uppbyggt að ekki var gert ráð fyrir því að það væri innistæða fyrir áunnum réttindum, og það hefur alltaf verið vitað. Þó er brýnt að gera áætlun um hvernig eigi að fjármagna þessi réttindi. Til þess að jafna út stöðu B-deildar þyrfti að greiða í sjóðinn 8 milljarða á ári í um það bil 30 ár,“ segir Haukur. Í ársskýrslu sjóðsins segir að tryggingaleg staða B-deildar sé afar óheppileg og að vænlegra hefði verið að ríkissjóður hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að greiða aukalega í B-deildina til að koma til móts við skuldbindingar. Það var hins vegar ekki gert. Ef farið yrði í aðgerðir til að bæta halla LSR bæði með því að hækka iðgjöld um eitt prósent og með því að greiða upp skuldbindingar í B-deild á 30 árum þyrftu ríki og sveitarfélög að gera ráð fyrir níu milljörðum króna árlega til þess að koma til móts við skuldbindingar sjóðsins.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira