Úthlutar ferðastyrkjum til tónlistarfólks í hverjum mánuði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2013 11:00 Sigtryggur Baldursson segir nýtt met hafa verið slegið í tónleikahaldi Íslendinga erlendis í mars með tvö hundruð og tvennum tónleikum. Fréttablaðið/Arnþór „Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló. Menning Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló.
Menning Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp