Úthlutar ferðastyrkjum til tónlistarfólks í hverjum mánuði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2013 11:00 Sigtryggur Baldursson segir nýtt met hafa verið slegið í tónleikahaldi Íslendinga erlendis í mars með tvö hundruð og tvennum tónleikum. Fréttablaðið/Arnþór „Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló. Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Breyttist allt við að sjá skilaboðin: „Ég er dóttir þín“ Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló.
Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Breyttist allt við að sjá skilaboðin: „Ég er dóttir þín“ Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“