Sannleikurinn fer fljótt út um þúfur í skáldskap Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. júlí 2013 11:00 Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur og eina plötu og situr nú við að skrifa aðra skáldsögu sína. Fréttablaðið/Arnþór Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“ Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira