Það á að rigna á þig! Sara McMahon skrifar 23. júlí 2013 07:00 Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við „clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Þegar til eyjunnar grænu var komið tók á móti okkur rigning og kuldi í stað sólar. Veðrið breyttist þó strax næsta dag og þá gat ég klæðst pilsinu sem búið var að pakka. En skjótt skipast veður í lofti og daginn þar á eftir gerði vestanátt með svo mikilli rigningu að engu líkara var en að hellt væri úr fötu. Veðrið á Írlandi er sem sagt álíka stopult og á Íslandi og ég hefði betur horfst í augu við það áður en ég pakkaði öllum sumarflíkunum í ferðatöskuna. Við fengum þó fjóra þokkalega daga sem voru vel nýttir. Í skammdeginu í vetur fékk ég þá flugu í hausinn að það væri góð hugmynd að eyða hluta sumarfrísins heima, og þá ekki bara heima á Íslandi heldur heima í Reykjavík. Ég hugðist dytta að húsinu, sóla mig í sundi, drekka kaffi úti undir berum himni og njóta veðurblíðunnar sem hlyti að koma til landsins strax í júní. Já, mér fannst þetta virkilega góð hugmynd og ég hlakkaði mikið til júnímánaðar. Eins og gefur að skilja varð lítið úr þessum áformum mínum. Ég hefði betur farið norður á land. Á sama tíma og okkur rignir niður í höfuðborginni hefur verið um þrjátíu stiga hiti á Írlandi. Þetta veit ég því frændfólk mitt hefur verið óvægið í birtingu sólarmynda á Facebook í allt sumar. Mér finnst þau pínulítið andstyggileg en á sama tíma get ég ekki annað en samglaðst þeim. Ég fæ þó ekki gleymt orðum sambýlismanns míns og vona að veðurblíðan á Írlandi dæmi þau ósönn. Hann sagði við mig: „Þú ert írsk, það á að rigna á þig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við „clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Þegar til eyjunnar grænu var komið tók á móti okkur rigning og kuldi í stað sólar. Veðrið breyttist þó strax næsta dag og þá gat ég klæðst pilsinu sem búið var að pakka. En skjótt skipast veður í lofti og daginn þar á eftir gerði vestanátt með svo mikilli rigningu að engu líkara var en að hellt væri úr fötu. Veðrið á Írlandi er sem sagt álíka stopult og á Íslandi og ég hefði betur horfst í augu við það áður en ég pakkaði öllum sumarflíkunum í ferðatöskuna. Við fengum þó fjóra þokkalega daga sem voru vel nýttir. Í skammdeginu í vetur fékk ég þá flugu í hausinn að það væri góð hugmynd að eyða hluta sumarfrísins heima, og þá ekki bara heima á Íslandi heldur heima í Reykjavík. Ég hugðist dytta að húsinu, sóla mig í sundi, drekka kaffi úti undir berum himni og njóta veðurblíðunnar sem hlyti að koma til landsins strax í júní. Já, mér fannst þetta virkilega góð hugmynd og ég hlakkaði mikið til júnímánaðar. Eins og gefur að skilja varð lítið úr þessum áformum mínum. Ég hefði betur farið norður á land. Á sama tíma og okkur rignir niður í höfuðborginni hefur verið um þrjátíu stiga hiti á Írlandi. Þetta veit ég því frændfólk mitt hefur verið óvægið í birtingu sólarmynda á Facebook í allt sumar. Mér finnst þau pínulítið andstyggileg en á sama tíma get ég ekki annað en samglaðst þeim. Ég fæ þó ekki gleymt orðum sambýlismanns míns og vona að veðurblíðan á Írlandi dæmi þau ósönn. Hann sagði við mig: „Þú ert írsk, það á að rigna á þig.“
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun