Kappsfyllerí á fjöllum Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 24. júlí 2013 07:00 Urð og grjót; upp í mót, orti skáldið eftirminnilega beint í hjörtu þjóðarinnar svo jafnvel þeir sem alfarið halda sig fjarri fjallgöngum tengja og kinka kolli. Um helgina fór ég í fjallgöngu og með í för var tengdamóðir mín. Við höfum báðar gaman af gönguferðum. Það getur orsakað vandamál. Áður en lengra er haldið skal viðurkennast að ég verð afskaplega kappsfull við minnsta tækifæri. Á fjöllum finn ég stundum hvernig þetta kapp hellist ofan í mig og fyllir mig svoleiðis að ég æði af stað. Þá hverf ég jafnframt í minn eigin heim og einbeiti mér að því hvert sé best að stökkva til að halda jafnvægi og missa ekki fótanna. Ég horfi því niður fyrir mig. Vel mér næsta stein.Tengdamóðir mín er jafnsólgin í kappsopann og ég en þarna þeysti ég fram úr henni. Það hlakkaði í mér. Ég viðurkenni það. Svo þarna var ég komin, langt á undan hópnum, stökkvandi og skoppandi. Golan lék um hárið og ég hugsaði með sjálfri mér: „Svakalega er ég mikil fjallageit.“ Sem er svo sem nógu hallærislegt en varð enn kjánalegra þegar ég heyrði hróp að baki mér: „Ertu nokkuð komin í sjálfheldu?“ Þá leit ég upp. Ég var stödd í brattri hlíð og lausri möl. Minnsta hreyfing og mér skrikaði fótur. Hvernig gat þetta gerst? Ég leit aftur fyrir mig og sá að hópurinn gekk aðra leið. Á milli okkar var brött brekka og lausir steinar. Þetta var alls ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í nákvæmlega þessu. Aftur og aftur gleymi ég að horfa fram fyrir mig og velja bestu leiðina. Oft er hún lengri en það er eflaust fórnarkostnaður skárri beinbrotum og svöðusárum. Það er ágætt að komast lifandi á áfangastað. Þar sem ég hrundi niður brattann varð mér hugsað til annars hruns og annarrar fjallgöngu. Ég vona sannarlega að stjórnvöld horfi fram fyrir sig og velji skynsamlegustu leiðina. Ég aftur á móti ætla að halda áfram að æða beint af augum. Það er svo miklu skemmtilegra. Passa bara að velja steinana vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Urð og grjót; upp í mót, orti skáldið eftirminnilega beint í hjörtu þjóðarinnar svo jafnvel þeir sem alfarið halda sig fjarri fjallgöngum tengja og kinka kolli. Um helgina fór ég í fjallgöngu og með í för var tengdamóðir mín. Við höfum báðar gaman af gönguferðum. Það getur orsakað vandamál. Áður en lengra er haldið skal viðurkennast að ég verð afskaplega kappsfull við minnsta tækifæri. Á fjöllum finn ég stundum hvernig þetta kapp hellist ofan í mig og fyllir mig svoleiðis að ég æði af stað. Þá hverf ég jafnframt í minn eigin heim og einbeiti mér að því hvert sé best að stökkva til að halda jafnvægi og missa ekki fótanna. Ég horfi því niður fyrir mig. Vel mér næsta stein.Tengdamóðir mín er jafnsólgin í kappsopann og ég en þarna þeysti ég fram úr henni. Það hlakkaði í mér. Ég viðurkenni það. Svo þarna var ég komin, langt á undan hópnum, stökkvandi og skoppandi. Golan lék um hárið og ég hugsaði með sjálfri mér: „Svakalega er ég mikil fjallageit.“ Sem er svo sem nógu hallærislegt en varð enn kjánalegra þegar ég heyrði hróp að baki mér: „Ertu nokkuð komin í sjálfheldu?“ Þá leit ég upp. Ég var stödd í brattri hlíð og lausri möl. Minnsta hreyfing og mér skrikaði fótur. Hvernig gat þetta gerst? Ég leit aftur fyrir mig og sá að hópurinn gekk aðra leið. Á milli okkar var brött brekka og lausir steinar. Þetta var alls ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í nákvæmlega þessu. Aftur og aftur gleymi ég að horfa fram fyrir mig og velja bestu leiðina. Oft er hún lengri en það er eflaust fórnarkostnaður skárri beinbrotum og svöðusárum. Það er ágætt að komast lifandi á áfangastað. Þar sem ég hrundi niður brattann varð mér hugsað til annars hruns og annarrar fjallgöngu. Ég vona sannarlega að stjórnvöld horfi fram fyrir sig og velji skynsamlegustu leiðina. Ég aftur á móti ætla að halda áfram að æða beint af augum. Það er svo miklu skemmtilegra. Passa bara að velja steinana vel.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun