Tónlist

Lærðu textann fyrir Þjóðhátíð

Björn Jörundur samdi þjóðhátíðarlagið í ár sem þegar er farið að hljóma.
Björn Jörundur samdi þjóðhátíðarlagið í ár sem þegar er farið að hljóma.
Björn Jörundur Friðbjörnsson er höfundur þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið nefnist Iður og sækir höfundurinn innblástur til þess að fjörutíu ár eru liðin frá gosi í Heimaey. Björn flytur lagið með hljómsveit sinni, Nýdönsk.

„Hún verður þó reyndar ekki með mér þegar ég frumflyt lagið á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð, eins og hefð er fyrir,“ segir hann.

Nafnið á laginu, Iður, er sótt til gossins þótt textinn sé í raun um unga stúlku og ástina.

Björn Jörundur er gamalreyndur laga- og textahöfundur en það voru aðstandendur Þjóðhátíðar í Eyjum sem óskuðu eftir að hann myndi semja rétta lagið á þessu ári. Björn segist hafa fengið mjög góð viðbrögð, sérstaklega frá Eyjamönnum, en þá sé líka takmarkinu náð.

„Ég tók þetta verkefni að mér með glöðu geði og aðalmálið er að Eyjamenn séu ánægðir með lagið sitt. Það hefur því miður ekki alltaf verið svo en ég held að þetta hafi tekist ágætlega núna. Ég vona að minnsta kosti að þetta verði heitasta lagið á Þjóðhátíðinni og allir hafi textann á hraðbergi þegar ég flyt lagið,“ sagði Björn Jörundur en hér kemur textinn svo allir geti æft sig.

Iður

Þú varst með sólgult sjal

sveipað um þig í Herjólfsdal

Og græna kápan þín

heillandi við fyrstu sýn

Steingráa pilsið þitt minnir á fjörunnar sand

sem blotnar er bylgjurnar liðast á land

Hér er lífið hér ert þú


hér er framtíð okkar sú

að njóta náttúrunnar nú

Eyjan er að öskra á mig


jörðin opnast ég er hættur að sjá þig

Það er eldgos í Heimaey

Kraftarnir sem lágu í leyni

spúa eldi og brennisteini

Landið það mun lifa eftir að ég dey

Breiði úr teppi hér

í hjónasæng býð ég þér

og ég vil leggjast í þitt fang

Glitrandi stúlkurnar stjörnur sem svífa á braut

um himna sem gnæfa yfir tjöldum við norðurskaut










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.