Spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 26. júlí 2013 21:00 Klárir í slaginn Ophidian I sigraði í keppninni Wacken Metal Battle í vor. Nú halda þeir til Þýskalands og spila á stærstu þungarokksveit veraldar. „Þetta verður generalprufan fyrir Wacken, á tuttugufalt minni stað,“ segir Halldór Símon Þórólfsson, gítarleikari metalsveitarinnar Ophidian I, sem spilar á Bar 11 í kvöld. Ophidian I heldur til Þýskalands í næstu viku þar sem hún mun spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar, Wacken Open Air, en sveitin sigraði í keppninni Wacken Metal Battle sem haldin var í Hörpu í vor. Meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á Bar 11 í kvöld og leyfa æstum aðdáendum að heyra settlistann sem spilaður verður í Þýskalandi en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin treður upp á Wacken. „Þetta verður alveg geðveikt. Ragnar trommari er samt að fara í þriðja skiptið, þó ekki með okkar hljómsveit.“Og er hann að miðla reynslunni áfram til ykkar hinna? „Já hann reynir það. Svona eftir bestu getu,“ segir Halldór og hlær. Mörg stór nöfn koma fram á hátíðinni í ár en stærstu nöfnin eru án efa Rammstein, Deep Purple og Alice Cooper. „Við erum reyndar ekkert rosalega hrifnir af þessum böndum. Við erum meira í dauðarokkinu en þetta eru samt allt heimsklassa bönd,“ segir Halldór. Frítt er á tónleikana á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveitin Blood Feud mun einnig koma fram en þeir hrepptu annað sætið í Wacken Metal Battle í vor. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta verður generalprufan fyrir Wacken, á tuttugufalt minni stað,“ segir Halldór Símon Þórólfsson, gítarleikari metalsveitarinnar Ophidian I, sem spilar á Bar 11 í kvöld. Ophidian I heldur til Þýskalands í næstu viku þar sem hún mun spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar, Wacken Open Air, en sveitin sigraði í keppninni Wacken Metal Battle sem haldin var í Hörpu í vor. Meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á Bar 11 í kvöld og leyfa æstum aðdáendum að heyra settlistann sem spilaður verður í Þýskalandi en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin treður upp á Wacken. „Þetta verður alveg geðveikt. Ragnar trommari er samt að fara í þriðja skiptið, þó ekki með okkar hljómsveit.“Og er hann að miðla reynslunni áfram til ykkar hinna? „Já hann reynir það. Svona eftir bestu getu,“ segir Halldór og hlær. Mörg stór nöfn koma fram á hátíðinni í ár en stærstu nöfnin eru án efa Rammstein, Deep Purple og Alice Cooper. „Við erum reyndar ekkert rosalega hrifnir af þessum böndum. Við erum meira í dauðarokkinu en þetta eru samt allt heimsklassa bönd,“ segir Halldór. Frítt er á tónleikana á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveitin Blood Feud mun einnig koma fram en þeir hrepptu annað sætið í Wacken Metal Battle í vor.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning