Strákasaga Saga Garðarsdóttir skrifar 29. júlí 2013 09:00 Þegar ég var fimm ára ansaði ég engu öðru nafni en Emil, gekk um með pottlok og blótaði yfirvaldinu fyrir að gera mig ekki að strák. Ekki af því að ég upplifði mig í röngum líkama heldur af því að mjög snemma áttaði ég mig á því að strákar í ævintýrunum eru hetjur og sniðugir en stelpur bíða prúðar í turnum eða kastölum eftir því að vera sóttar, í æsilegustu sögunum flétta þær sig kannski á meðan þær bíða. Ég skildi það þá sem svo að væri ég strákur ætti ég fram undan glæsta drekum prýdda ævi en sem stelpa biði mín ekkert nema biðin, sem er verra en dauðinn og þá sérstaklega ef þú hefur ekki einu sinni sítt hár að fikta í. Svo kynntist ég Línu langsokk og Ronju og varð ljóst að stelpur geta léttilega lyft hestum og hoppað yfir Helvítisgjár, langi þær til þess. Þá gerist samt svolítið áhugavert, þær verða ekki hugrakkar og sterkar stelpur heldur strákastelpur, því að eiginleikar eins og hugrekki, styrkur, þrautseigja og ævintýramennska eru eyrnamerktir strákum, sem er ótrúlega ósanngjarnt. Í ofanálag þykir svo það sem strákum er eignað oft meira töff. Það tekur börn ekki nema hálfan leikskóla að uppgötva þennan hallærislega gengismun og strákastelpum er hampað á kostnað stelpustráka, sem er kraftglatað. Þótt flestir séu sammála um að einungis asnar haldi því fram að ást stráka á grillvökva sé skilyrðislaus og stelpur hafi eðlislægan frumáhuga á að greiða sér er ég samt reglulega sögð strákaleg af því að ég hef áhuga á íþróttum, er stutthærð og tala hátt. Bara í seinustu viku, í fáránlegri umræðu um hvort fyndni væri kynbundin, var fullyrt að skopskyn mitt væri stelpum ekki til tekna, því ég væri jú ein af strákunum. Ég var sumsé ekki sniðug stelpa heldur gerði fyndni mín mig að strák. Stelpur eiga ekki að þurfa að afsala sér kyni sínu í skiptum fyrir aukið töff eða strákar sem eru iðnir í höndunum að prjóna sér nýja vini og virðingu. Af þessum sökum sé ég mig knúna til að hamra á því sem á að vera augljóst: Hvorugt kynið á einkarétt á neinum eiginleika sem einungis má fá að láni með kyn- og kúlvöxtum. Ég er ekki strákastelpa. Ég er stelpa sem hefur áhuga á íþróttum, er stutthærð og segir stundum eitthvað fyndið mjög hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þegar ég var fimm ára ansaði ég engu öðru nafni en Emil, gekk um með pottlok og blótaði yfirvaldinu fyrir að gera mig ekki að strák. Ekki af því að ég upplifði mig í röngum líkama heldur af því að mjög snemma áttaði ég mig á því að strákar í ævintýrunum eru hetjur og sniðugir en stelpur bíða prúðar í turnum eða kastölum eftir því að vera sóttar, í æsilegustu sögunum flétta þær sig kannski á meðan þær bíða. Ég skildi það þá sem svo að væri ég strákur ætti ég fram undan glæsta drekum prýdda ævi en sem stelpa biði mín ekkert nema biðin, sem er verra en dauðinn og þá sérstaklega ef þú hefur ekki einu sinni sítt hár að fikta í. Svo kynntist ég Línu langsokk og Ronju og varð ljóst að stelpur geta léttilega lyft hestum og hoppað yfir Helvítisgjár, langi þær til þess. Þá gerist samt svolítið áhugavert, þær verða ekki hugrakkar og sterkar stelpur heldur strákastelpur, því að eiginleikar eins og hugrekki, styrkur, þrautseigja og ævintýramennska eru eyrnamerktir strákum, sem er ótrúlega ósanngjarnt. Í ofanálag þykir svo það sem strákum er eignað oft meira töff. Það tekur börn ekki nema hálfan leikskóla að uppgötva þennan hallærislega gengismun og strákastelpum er hampað á kostnað stelpustráka, sem er kraftglatað. Þótt flestir séu sammála um að einungis asnar haldi því fram að ást stráka á grillvökva sé skilyrðislaus og stelpur hafi eðlislægan frumáhuga á að greiða sér er ég samt reglulega sögð strákaleg af því að ég hef áhuga á íþróttum, er stutthærð og tala hátt. Bara í seinustu viku, í fáránlegri umræðu um hvort fyndni væri kynbundin, var fullyrt að skopskyn mitt væri stelpum ekki til tekna, því ég væri jú ein af strákunum. Ég var sumsé ekki sniðug stelpa heldur gerði fyndni mín mig að strák. Stelpur eiga ekki að þurfa að afsala sér kyni sínu í skiptum fyrir aukið töff eða strákar sem eru iðnir í höndunum að prjóna sér nýja vini og virðingu. Af þessum sökum sé ég mig knúna til að hamra á því sem á að vera augljóst: Hvorugt kynið á einkarétt á neinum eiginleika sem einungis má fá að láni með kyn- og kúlvöxtum. Ég er ekki strákastelpa. Ég er stelpa sem hefur áhuga á íþróttum, er stutthærð og segir stundum eitthvað fyndið mjög hátt.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun