Semur alla tónlist fyrir Broadchurch Elín Albertsdóttir skrifar 31. júlí 2013 13:45 Ólafur Arnalds semur alla tónlist fyrir glænýja sjónvarpsþætti, Broadchurch, sem hafa slegið áhorfsmet í Bretlandi. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 á sunnudögum, fyrsti þáttur þann 11. ágúst. Þættirnir hafa hlotið frábærar viðtökur og slegið í gegn á Bretlandi. Þeir eru nú að fara í sýningu í Bandaríkjunum og hundrað öðrum löndum. Ólafur var spurður hvernig það hefði komið til að hann var valinn í þetta stóra verkefni. „Chris Chibnall, höfundur Broadchurch, hafði samband við mig en hann var að hlusta á lögin mín þegar fyrstu drög að þáttunum urðu til. Hann býr við ströndina þar sem þættirnir gerast og fór oft í kvöldgöngur til að fá innblástur. Þá var hann með tónlistina mína í eyrunum. Hún var þess vegna frá upphafi tengd hugmyndinni,“ útskýrir Ólafur. „Mér fannst verkefnið spennandi þótt ég vissi ekkert í upphafi hvernig það myndi þróast. Chris sendi mér uppkast að handriti sem mér leist mjög vel á. Síðan fór ég til London og hitti þá sem tengdust þáttunum. Mér leist vel á allt þetta góða fólk og langaði strax að vinna frekar með því. Ég vissi ekkert þá hvort þættirnir næðu vinsældum,“ segir Ólafur og bætir við að margt sé hægt að læra af slíkum fagmönnum sem þarna voru. „Þetta var því mikil reynsla fyrir mig.“Framhald í undirbúningi Næsta þáttaröð er í undirbúningi og Ólafur verður áfram með alla músik. „Tónlistin er töluvert fyrirferðarmikil í þáttunum og skiptir miklu máli í þeim. Ég fór út og fylgdist með nokkrum tökum en þar fann ég rétta andann fyrir framhaldið. Síðan beið ég eftir að fá gróft klipp af þáttunum til að ljúka við tónlistina. Þetta var sérstaklega skemmtilegt verkefni þótt það hafi tekið mikinn tíma og verið strembið. Ég bjó til fjóran og hálfan klukkutíma af músik á rúmum fjórum mánuðum sem jafngildir fimm hljómplötum.“David Tennant, sem leikur Alec Hardy, og Olivia Colman í hlutverki Ellie Miller í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.Spennandi þættir Ólafur segir að þættirnir séu gríðarlega spennandi og áhorfendur Stöðvar 2 eigi frábær sjónvarpskvöld í vændum með Broadchurch. „Ég var búinn að lesa handrit að nokkrum þáttum en hafði samt enga hugmynd um hver morðinginn væri fyrr en ég las það á síðustu blaðsíðunni. „Mér komu í hug þættir eins og Glæpurinn og The Killing, það er einhver skandinavískur blær á þeim. Þættirnir eru dýpri en margir breskir sakamálaþættir, þeir fjalla ekki bara um hver er morðinginn heldur einnig samfélagsmeinið sem veldur og hvaða áhrif atburðurinn hefur á tíu þúsund manna bæ. Íslendingar geta vel samsamað sig efni þáttanna,“ segir Ólafur. „Ég mæli hiklaust með Broadchurch þótt ég sé hlutdrægur.“ Broadchurch gerist í litlum, breskum bæ við strönd Dorset. Lík af ellefu ára dreng finnst á ströndinni og fljótlega kemur í ljós að hann hefur verið myrtur.Mörg atvinnutilboð Eftir að þættirnir voru sýndir í Bretlandi hafa Ólafi boðist mörg atvinnutilboð fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hann er hins vegar fullbókaður út þetta ár. „Ég hef afþakkað nokkur stór og spennandi verkefni.“ Ólafur vinnur tónlistina hér heima en hann þurfti þó að vera með annan fótinn í London meðan á vinnunni stóð. „Við tókum tónlistina upp í Langholtskirkju og í mínu eigin stúdíói með íslensku tónlistarfólki.“ Ólafur gaf út sína fjórðu plötu, For Now I Am Winter, í febrúar. „Ég hef verið á tónleikaferðalagi um heiminn frá því í apríl meðal annars um Evrópu og Bandaríkin. Ég er í smá fríi hér heima núna og var meðal annars að ganga á Hornstrandir. Í september fer ég til Asíu og Ástralíu í áframhaldandi tónleikaferð og síðan aftur til Bandaríkjanna. Tónleikarnir verða yfir hundrað á þessu ári svo það fer mikill tími í þá,“ segir Ólafur sem segist ekki vilja festast í kvikmyndatónlist þótt það sé skemmtilegt með öðru. Hann segist vera byrjaður að hugsa næstu plötu en fyrst koma nokkur kvikmyndaverkefni. „Ég er núna að byrja á tónlist fyrir íslenska kvikmynd sem heitir Vonarstræti.“ Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þættirnir hafa hlotið frábærar viðtökur og slegið í gegn á Bretlandi. Þeir eru nú að fara í sýningu í Bandaríkjunum og hundrað öðrum löndum. Ólafur var spurður hvernig það hefði komið til að hann var valinn í þetta stóra verkefni. „Chris Chibnall, höfundur Broadchurch, hafði samband við mig en hann var að hlusta á lögin mín þegar fyrstu drög að þáttunum urðu til. Hann býr við ströndina þar sem þættirnir gerast og fór oft í kvöldgöngur til að fá innblástur. Þá var hann með tónlistina mína í eyrunum. Hún var þess vegna frá upphafi tengd hugmyndinni,“ útskýrir Ólafur. „Mér fannst verkefnið spennandi þótt ég vissi ekkert í upphafi hvernig það myndi þróast. Chris sendi mér uppkast að handriti sem mér leist mjög vel á. Síðan fór ég til London og hitti þá sem tengdust þáttunum. Mér leist vel á allt þetta góða fólk og langaði strax að vinna frekar með því. Ég vissi ekkert þá hvort þættirnir næðu vinsældum,“ segir Ólafur og bætir við að margt sé hægt að læra af slíkum fagmönnum sem þarna voru. „Þetta var því mikil reynsla fyrir mig.“Framhald í undirbúningi Næsta þáttaröð er í undirbúningi og Ólafur verður áfram með alla músik. „Tónlistin er töluvert fyrirferðarmikil í þáttunum og skiptir miklu máli í þeim. Ég fór út og fylgdist með nokkrum tökum en þar fann ég rétta andann fyrir framhaldið. Síðan beið ég eftir að fá gróft klipp af þáttunum til að ljúka við tónlistina. Þetta var sérstaklega skemmtilegt verkefni þótt það hafi tekið mikinn tíma og verið strembið. Ég bjó til fjóran og hálfan klukkutíma af músik á rúmum fjórum mánuðum sem jafngildir fimm hljómplötum.“David Tennant, sem leikur Alec Hardy, og Olivia Colman í hlutverki Ellie Miller í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.Spennandi þættir Ólafur segir að þættirnir séu gríðarlega spennandi og áhorfendur Stöðvar 2 eigi frábær sjónvarpskvöld í vændum með Broadchurch. „Ég var búinn að lesa handrit að nokkrum þáttum en hafði samt enga hugmynd um hver morðinginn væri fyrr en ég las það á síðustu blaðsíðunni. „Mér komu í hug þættir eins og Glæpurinn og The Killing, það er einhver skandinavískur blær á þeim. Þættirnir eru dýpri en margir breskir sakamálaþættir, þeir fjalla ekki bara um hver er morðinginn heldur einnig samfélagsmeinið sem veldur og hvaða áhrif atburðurinn hefur á tíu þúsund manna bæ. Íslendingar geta vel samsamað sig efni þáttanna,“ segir Ólafur. „Ég mæli hiklaust með Broadchurch þótt ég sé hlutdrægur.“ Broadchurch gerist í litlum, breskum bæ við strönd Dorset. Lík af ellefu ára dreng finnst á ströndinni og fljótlega kemur í ljós að hann hefur verið myrtur.Mörg atvinnutilboð Eftir að þættirnir voru sýndir í Bretlandi hafa Ólafi boðist mörg atvinnutilboð fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hann er hins vegar fullbókaður út þetta ár. „Ég hef afþakkað nokkur stór og spennandi verkefni.“ Ólafur vinnur tónlistina hér heima en hann þurfti þó að vera með annan fótinn í London meðan á vinnunni stóð. „Við tókum tónlistina upp í Langholtskirkju og í mínu eigin stúdíói með íslensku tónlistarfólki.“ Ólafur gaf út sína fjórðu plötu, For Now I Am Winter, í febrúar. „Ég hef verið á tónleikaferðalagi um heiminn frá því í apríl meðal annars um Evrópu og Bandaríkin. Ég er í smá fríi hér heima núna og var meðal annars að ganga á Hornstrandir. Í september fer ég til Asíu og Ástralíu í áframhaldandi tónleikaferð og síðan aftur til Bandaríkjanna. Tónleikarnir verða yfir hundrað á þessu ári svo það fer mikill tími í þá,“ segir Ólafur sem segist ekki vilja festast í kvikmyndatónlist þótt það sé skemmtilegt með öðru. Hann segist vera byrjaður að hugsa næstu plötu en fyrst koma nokkur kvikmyndaverkefni. „Ég er núna að byrja á tónlist fyrir íslenska kvikmynd sem heitir Vonarstræti.“
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira