Uns hún sannar sig Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 06:00 Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálfpartinn gerði lítið úr innleggjum hans. Var í það minnsta mjög ósammála. Ég sat í áhorfendaskaranum og hugsaði hneyksluð: „Ógeðslega er hún góð með sig!“ Konan sem vakti þessi viðbrögð mín er frábær rithöfundur sem hefur náð langt. Og í miðri hugsun laust annarri í huga mér. Hvað ef þetta hefði verið karlmaður? Mér finnst raunar alltaf ljótt að grípa fram í og ég held því alls ekki fram að það sé siður karlmanna. Ég er bara ekki viss um að ég hefði tekið eftir neinu athugaverðu ef rithöfundurinn hefði verið karlkyns. En þarna sat ég og dæmdi kynsystur mína fyrir að standa á skoðunum sínum. Og skammaðist mín ofan í tær. Ég er flinkari að „photoshoppa“ en flestir karlkyns vinir mínir. Ég er líka með tölvumál og tækni betur á hreinu en velflestir þeirra. Engin ástæða er til að metast um það, en ef aldrei á reynir munu allir gera ráð fyrir að því sé öfugt farið. Jafnvel ég. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er gjarnan sagt í lagaumhverfinu. Í samfélaginu virðist gilda á sambærilegan hátt að strákurinn sé klárari uns stelpan sannar sig. Í gegnum skólagönguna sat ég gjarnan á mér þegar kennarar báðu strákana um aðstoð með „tölvuvesen“. Stundum gátu þeir hjálpað, stundum ekki. Ég vissi oft nákvæmlega hvað var að. Svo fór ég að efast. Kennarinn hringdi nefnilega frekar í „tölvukarlinn“ en að spyrja hvort einhver stelpa gæti hjálpað. Og með tímanum fara stelpurnar að gera það sjálfar. Þetta síast inn. Stelpur geta alveg lært að forrita, setja upp internet og heimasíður. Margar kunna það meira að segja vel. Þær eru bara aldrei beðnar um það. Og stelpur grípa ekki fram í, þær mótmæla ekki og þær hlæja að bröndurum strákanna. Þannig er það og það er viðurkennt. Mér líður meira að segja illa yfir að skrifa um þetta, af ótta við að einhver hugsi: „ógeðslega er hún góð með sig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálfpartinn gerði lítið úr innleggjum hans. Var í það minnsta mjög ósammála. Ég sat í áhorfendaskaranum og hugsaði hneyksluð: „Ógeðslega er hún góð með sig!“ Konan sem vakti þessi viðbrögð mín er frábær rithöfundur sem hefur náð langt. Og í miðri hugsun laust annarri í huga mér. Hvað ef þetta hefði verið karlmaður? Mér finnst raunar alltaf ljótt að grípa fram í og ég held því alls ekki fram að það sé siður karlmanna. Ég er bara ekki viss um að ég hefði tekið eftir neinu athugaverðu ef rithöfundurinn hefði verið karlkyns. En þarna sat ég og dæmdi kynsystur mína fyrir að standa á skoðunum sínum. Og skammaðist mín ofan í tær. Ég er flinkari að „photoshoppa“ en flestir karlkyns vinir mínir. Ég er líka með tölvumál og tækni betur á hreinu en velflestir þeirra. Engin ástæða er til að metast um það, en ef aldrei á reynir munu allir gera ráð fyrir að því sé öfugt farið. Jafnvel ég. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er gjarnan sagt í lagaumhverfinu. Í samfélaginu virðist gilda á sambærilegan hátt að strákurinn sé klárari uns stelpan sannar sig. Í gegnum skólagönguna sat ég gjarnan á mér þegar kennarar báðu strákana um aðstoð með „tölvuvesen“. Stundum gátu þeir hjálpað, stundum ekki. Ég vissi oft nákvæmlega hvað var að. Svo fór ég að efast. Kennarinn hringdi nefnilega frekar í „tölvukarlinn“ en að spyrja hvort einhver stelpa gæti hjálpað. Og með tímanum fara stelpurnar að gera það sjálfar. Þetta síast inn. Stelpur geta alveg lært að forrita, setja upp internet og heimasíður. Margar kunna það meira að segja vel. Þær eru bara aldrei beðnar um það. Og stelpur grípa ekki fram í, þær mótmæla ekki og þær hlæja að bröndurum strákanna. Þannig er það og það er viðurkennt. Mér líður meira að segja illa yfir að skrifa um þetta, af ótta við að einhver hugsi: „ógeðslega er hún góð með sig.“
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun