Vill raftónlistarbrú til Japans Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:00 Árni Grétar segir líf sitt snúast að nánast öllu leyti um tónlist, en segir föðurhlutverkið þó mikilvægara Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira