Hljómsveitin heitir eftir Kvöldgestum Jónasar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 08:00 Jökull Jónsson stofnaði hljómsveitina The Evening Guests í fyrra. Nú hefur sveitin gefið út sína fyrstu stuttskífu en hún var fjármögnuð á vefsíðunni Kickstarter.com. „Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira