Mannréttindi og sýnileiki Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Nú, þá hljótið þið að þekkja Steffý og Hrefnu,“ sagði konan áhugasöm og leit til skiptis á mig og kærustuna mína. Við litum hvor á aðra og ég fór í huganum í gegnum samræður mínar við þessa ókunnugu konu. Ég hafði sagt henni frá náminu, sumarstarfinu, fjölskyldunni og svo þegar kærastan mín kom aðvífandi sagði ég konunni að hún væri í lögfræði. Steffý og Hrefna hringdu engum bjöllum á neinum þessara vígstöðva. Við litum aftur á konuna. „Voru þær í MR?“ spurði ég og hún hallaði undir flatt: „Nei, þær eru að vestan. Fluttu í bæinn fyrir jól, með litla strákinn sinn. Búa reyndar í Kópavogi.“ Í smástund stóðum við allar þrjár skilningsvana. Svo rann upp fyrir mér ljós. „Nei, við þekkjum þær ekki.“ Svona samtöl fóru óstjórnlega í taugarnar á mér fyrir ekki svo löngu. Á tímabili passaði ég mig alltaf á því, þegar ég kynntist nýju fólki, að minnast ekki strax á að ég ætti kærustu. Mér fannst ég missa jafnréttisstöðu mína. Ég hélt því fram að svona passaði ég að val mitt að vera með stelpu yrði ekki að aðalatriði en áttaði mig ekki á kaldhæðninni, því þannig varð það um leið að aðalatriði. Hjá mér. Ég sveigði samræðurnar viljandi fram hjá heimilishögum og sambandsstöðu bara af því að ég var svo skíthrædd um að viðmælandi minn dæmdi mig. Um leið dæmdi ég hann. Ég sé núna að ég var uppfull af fordómum, fyrir sjálfri mér og samborgurum mínum. Gengin er í garð hátíð mannréttindabaráttu. Hún er háð með ást og gleði, gegn hatri og mismunun. Og Íslendingar fjölmenna á hátíðarhöldin ár hvert. Við búum í landi þar sem það þykir ekki tiltökumál að vera hinsegin. Hvers vegna þá Gay pride? Jú, því sýnileikinn er mikilvægur. Hann er stærsta vopnið í kærleiksríkri baráttu hinsegin fólks. Það er sífellt sýnilegra í dægurmenningu, sem eðlilegur hluti samfélagsins. Af virðingu við hinsegin baráttuvini mína í Rússlandi stend ég því upp fyrir sjálfri mér, þeirra forréttinda aðnjótandi að þurfa ekki að óttast samlanda mína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Nú, þá hljótið þið að þekkja Steffý og Hrefnu,“ sagði konan áhugasöm og leit til skiptis á mig og kærustuna mína. Við litum hvor á aðra og ég fór í huganum í gegnum samræður mínar við þessa ókunnugu konu. Ég hafði sagt henni frá náminu, sumarstarfinu, fjölskyldunni og svo þegar kærastan mín kom aðvífandi sagði ég konunni að hún væri í lögfræði. Steffý og Hrefna hringdu engum bjöllum á neinum þessara vígstöðva. Við litum aftur á konuna. „Voru þær í MR?“ spurði ég og hún hallaði undir flatt: „Nei, þær eru að vestan. Fluttu í bæinn fyrir jól, með litla strákinn sinn. Búa reyndar í Kópavogi.“ Í smástund stóðum við allar þrjár skilningsvana. Svo rann upp fyrir mér ljós. „Nei, við þekkjum þær ekki.“ Svona samtöl fóru óstjórnlega í taugarnar á mér fyrir ekki svo löngu. Á tímabili passaði ég mig alltaf á því, þegar ég kynntist nýju fólki, að minnast ekki strax á að ég ætti kærustu. Mér fannst ég missa jafnréttisstöðu mína. Ég hélt því fram að svona passaði ég að val mitt að vera með stelpu yrði ekki að aðalatriði en áttaði mig ekki á kaldhæðninni, því þannig varð það um leið að aðalatriði. Hjá mér. Ég sveigði samræðurnar viljandi fram hjá heimilishögum og sambandsstöðu bara af því að ég var svo skíthrædd um að viðmælandi minn dæmdi mig. Um leið dæmdi ég hann. Ég sé núna að ég var uppfull af fordómum, fyrir sjálfri mér og samborgurum mínum. Gengin er í garð hátíð mannréttindabaráttu. Hún er háð með ást og gleði, gegn hatri og mismunun. Og Íslendingar fjölmenna á hátíðarhöldin ár hvert. Við búum í landi þar sem það þykir ekki tiltökumál að vera hinsegin. Hvers vegna þá Gay pride? Jú, því sýnileikinn er mikilvægur. Hann er stærsta vopnið í kærleiksríkri baráttu hinsegin fólks. Það er sífellt sýnilegra í dægurmenningu, sem eðlilegur hluti samfélagsins. Af virðingu við hinsegin baráttuvini mína í Rússlandi stend ég því upp fyrir sjálfri mér, þeirra forréttinda aðnjótandi að þurfa ekki að óttast samlanda mína.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun