Fávitar og hommar Hildur Sverrisdóttir skrifar 9. ágúst 2013 10:15 Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum. Í samhengi sögunnar notaði ég orðið blökkubörn og var snupruð fyrir að nota svo fordómafullt orð. Það var áhugavert því það er að ég held ekki að finna örðu af fordómum hjá mér í garð þessara fallegu barna. Ég veit heldur satt best að segja ekki alveg hvaða íslenska orð væri pólitískt réttara að nota um húðlit þeirra – eða hvort hægt sé meta meinta fordóma eða fordómaleysi út frá slíkri orðnotkun. Við þekkjum flest hvað það kemur illa við okkur að sjá texta frá síðustu öld þar sem er talað um fávitahæli. Við jesúsum okkur og hugsum með hryllingi til þess að fötluðum einstaklingum hafi mætt svona fordómar. En orðið fáviti er reyndar í grunninn mjög fallegt– sem og orðið vangefinn. Falleg orð sem hafa skrumskælst og orðið ljót með árunum. Þá hefur verið gripið til þess að búa til ný orð. Þegar orðið fáviti var orðið of neikvætt var fundið nýtt orð yfir fötlunina – og svo koll af kolli. Mér skilst að í dag sé við hæfi að tala um þroskahömlun ýmiss konar. Sem er gott og blessað. Þangað til börn í dag fara að uppnefna hvert annað þroskahamlað þegar pólitískt rétthugsandi foreldrar þeirra eru að leggja sig. Þá þarf að finna annað orð. Það er umhugsunarvert af hverju við búum til ný og ný orð til að reyna að stemma af og breiða yfir fordóma – þegar nær væri að tækla bara sjálfa fordómana. Það er því töff að samkynhneigt fólk notar sjálft með stolti flest ef ekki öll þau orð sem notuð hafa verið til að uppnefna það í niðrandi merkingu. Með því hafa þau snúið á fordómaraddirnar – fordóma sem hverfa nefnilega ekki úr ljótum hugsunum með nýjum og áferðarfallegri orðum. Í tilefni gleðilegra og mikilvægra Hinsegin daga segi ég því: Áfram hommar og lessur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum. Í samhengi sögunnar notaði ég orðið blökkubörn og var snupruð fyrir að nota svo fordómafullt orð. Það var áhugavert því það er að ég held ekki að finna örðu af fordómum hjá mér í garð þessara fallegu barna. Ég veit heldur satt best að segja ekki alveg hvaða íslenska orð væri pólitískt réttara að nota um húðlit þeirra – eða hvort hægt sé meta meinta fordóma eða fordómaleysi út frá slíkri orðnotkun. Við þekkjum flest hvað það kemur illa við okkur að sjá texta frá síðustu öld þar sem er talað um fávitahæli. Við jesúsum okkur og hugsum með hryllingi til þess að fötluðum einstaklingum hafi mætt svona fordómar. En orðið fáviti er reyndar í grunninn mjög fallegt– sem og orðið vangefinn. Falleg orð sem hafa skrumskælst og orðið ljót með árunum. Þá hefur verið gripið til þess að búa til ný orð. Þegar orðið fáviti var orðið of neikvætt var fundið nýtt orð yfir fötlunina – og svo koll af kolli. Mér skilst að í dag sé við hæfi að tala um þroskahömlun ýmiss konar. Sem er gott og blessað. Þangað til börn í dag fara að uppnefna hvert annað þroskahamlað þegar pólitískt rétthugsandi foreldrar þeirra eru að leggja sig. Þá þarf að finna annað orð. Það er umhugsunarvert af hverju við búum til ný og ný orð til að reyna að stemma af og breiða yfir fordóma – þegar nær væri að tækla bara sjálfa fordómana. Það er því töff að samkynhneigt fólk notar sjálft með stolti flest ef ekki öll þau orð sem notuð hafa verið til að uppnefna það í niðrandi merkingu. Með því hafa þau snúið á fordómaraddirnar – fordóma sem hverfa nefnilega ekki úr ljótum hugsunum með nýjum og áferðarfallegri orðum. Í tilefni gleðilegra og mikilvægra Hinsegin daga segi ég því: Áfram hommar og lessur!
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun