Ipaleg umræða Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2013 07:00 Ekki þurfti að koma nokkrum manni á óvart að Evrópusambandið skrúfaði fyrir IPA-styrkina svokölluðu, sem eiga að búa umsóknarríki undir aðild að sambandinu. Það er rökrétt afleiðing af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin gefur fyllilega í skyn að í hennar tíð verði Ísland ekki aðildarríki sambandsins og þá hefur skiljanlega lítið upp á sig fyrir ESB að verja fé skattgreiðenda til að aðstoða Ísland við að undirbúa sig fyrir aðild. Eins og Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku verða verkefni sem þegar voru komin af stað kláruð en mörg fyrirtæki, samtök og rannsóknastofnanir sem höfðu fengið vilyrði fyrir IPA-styrkjum og lagt mikla vinnu í undirbúning fá ekki féð sem ráð var fyrir gert. Það veldur skiljanlega vonbrigðum víða, ekki sízt á landsbyggðinni, þar sem gert hafði verið ráð fyrir ýmsum styrkjum, meðal annars til atvinnuþróunar. Við forsætisráðherrann birtist skrýtið viðtal í Ríkissjónvarpinu um helgina, þar sem hann virtist sveiflast á milli þess að kenna Evrópusambandinu um að peningarnir kæmu ekki, af því að Ísland væri jú enn þá umsóknarríki, og að halda því fram að við þyrftum ekkert á styrkjunum að halda. Það hefði verið heiðarlegra af honum að útskýra að það væri vegna ákvarðana hans eigin ríkisstjórnar sem peningarnir koma ekki og svo hefði hann getað rökstutt það með því að það hefði aldrei verið nein þörf á þeim. Sigmundur Davíð tók líka þannig til orða í viðtalinu að ákvörðun ESB um að skrúfa fyrir styrkina staðfesti að „tilgangur þessara styrkja er að koma landinu inn í Evrópusambandið, ekki að gera það í stakk búið til að taka ákvörðun um hvort það vilji ganga síðar inn eða ekki.“ Þetta er endurtekning á því sem fleiri hafa haldið fram; að ESB reyni að kaupa íslenzka kjósendur til að greiða atkvæði með aðild. Með slíkum málflutningi er bæði gert lítið úr dómgreind kjósenda og horft fram hjá raunverulegum tilgangi styrkjanna. Þeir eru hugsaðir til að undirbúa stjórnsýslu, atvinnulíf og innviði umsóknarríkja fyrir aðild til að draga úr mögulegum vandamálum, árekstrum og töfum eftir að til aðildar kemur. IPA-styrkirnir hafa verið kallaðir allt mögulegt; til dæmis „glerperlur og eldvatn“ (Ögmundur Jónasson), „siðlausar aðréttur“ (Haraldur Benediktsson) og „fémútur“ og „Trójuhestur gulls“ (Jón Bjarnason). Það gleymist hins vegar gjarnan hjá andstæðingum ESB-aðildar að skilgreina með sama hætti þá milljarðatugi sem hafa runnið til Íslands úr sjóðum ESB eftir að EES-samningurinn var gerður, til dæmis til vísindasamstarfs, námsmannaskipta eða að snyrta til á Hrafnseyri og gera göngustíga í Geirþjófsfirði. Voru það ekki mútur, til þess ætlaðar að kaupa íslenzka kjósendur? Eða allir styrkirnir frá Bandaríkjunum, til dæmis til íslenzkra námsmanna og vísindamanna? Eða frá NATO? Eða tengdir norrænu samstarfi? Hvað er það sem gerir að verkum að þegar hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er til umræðu er eins og umræðan verði nánast sjálfkrafa vitlausari en hún þyrfti að vera, full af rangfærslum og apalegum upphrópunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun
Ekki þurfti að koma nokkrum manni á óvart að Evrópusambandið skrúfaði fyrir IPA-styrkina svokölluðu, sem eiga að búa umsóknarríki undir aðild að sambandinu. Það er rökrétt afleiðing af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin gefur fyllilega í skyn að í hennar tíð verði Ísland ekki aðildarríki sambandsins og þá hefur skiljanlega lítið upp á sig fyrir ESB að verja fé skattgreiðenda til að aðstoða Ísland við að undirbúa sig fyrir aðild. Eins og Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku verða verkefni sem þegar voru komin af stað kláruð en mörg fyrirtæki, samtök og rannsóknastofnanir sem höfðu fengið vilyrði fyrir IPA-styrkjum og lagt mikla vinnu í undirbúning fá ekki féð sem ráð var fyrir gert. Það veldur skiljanlega vonbrigðum víða, ekki sízt á landsbyggðinni, þar sem gert hafði verið ráð fyrir ýmsum styrkjum, meðal annars til atvinnuþróunar. Við forsætisráðherrann birtist skrýtið viðtal í Ríkissjónvarpinu um helgina, þar sem hann virtist sveiflast á milli þess að kenna Evrópusambandinu um að peningarnir kæmu ekki, af því að Ísland væri jú enn þá umsóknarríki, og að halda því fram að við þyrftum ekkert á styrkjunum að halda. Það hefði verið heiðarlegra af honum að útskýra að það væri vegna ákvarðana hans eigin ríkisstjórnar sem peningarnir koma ekki og svo hefði hann getað rökstutt það með því að það hefði aldrei verið nein þörf á þeim. Sigmundur Davíð tók líka þannig til orða í viðtalinu að ákvörðun ESB um að skrúfa fyrir styrkina staðfesti að „tilgangur þessara styrkja er að koma landinu inn í Evrópusambandið, ekki að gera það í stakk búið til að taka ákvörðun um hvort það vilji ganga síðar inn eða ekki.“ Þetta er endurtekning á því sem fleiri hafa haldið fram; að ESB reyni að kaupa íslenzka kjósendur til að greiða atkvæði með aðild. Með slíkum málflutningi er bæði gert lítið úr dómgreind kjósenda og horft fram hjá raunverulegum tilgangi styrkjanna. Þeir eru hugsaðir til að undirbúa stjórnsýslu, atvinnulíf og innviði umsóknarríkja fyrir aðild til að draga úr mögulegum vandamálum, árekstrum og töfum eftir að til aðildar kemur. IPA-styrkirnir hafa verið kallaðir allt mögulegt; til dæmis „glerperlur og eldvatn“ (Ögmundur Jónasson), „siðlausar aðréttur“ (Haraldur Benediktsson) og „fémútur“ og „Trójuhestur gulls“ (Jón Bjarnason). Það gleymist hins vegar gjarnan hjá andstæðingum ESB-aðildar að skilgreina með sama hætti þá milljarðatugi sem hafa runnið til Íslands úr sjóðum ESB eftir að EES-samningurinn var gerður, til dæmis til vísindasamstarfs, námsmannaskipta eða að snyrta til á Hrafnseyri og gera göngustíga í Geirþjófsfirði. Voru það ekki mútur, til þess ætlaðar að kaupa íslenzka kjósendur? Eða allir styrkirnir frá Bandaríkjunum, til dæmis til íslenzkra námsmanna og vísindamanna? Eða frá NATO? Eða tengdir norrænu samstarfi? Hvað er það sem gerir að verkum að þegar hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er til umræðu er eins og umræðan verði nánast sjálfkrafa vitlausari en hún þyrfti að vera, full af rangfærslum og apalegum upphrópunum?
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun