Sif Cosmetics sækir á markaði í Suður-Afríku Lovísa Eiríksdóttir skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Jón Björnsson er nýr forstjóri ORF Líftækni, sem er móðurfélag Sif Cosmetics. Mynd/Stefán Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira