Bíður eftir að íslenskir leikstjórar hafi samband Sara McMahon skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Atli Bollason fer með aðalhlutverkið í stuttmynd sem frumsýnd verður á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Fréttablaðið/Daníel „Myndin var tekin upp yfir frekar langan tíma. Við byrjuðum í Detroit fyrir einu og hálfu ári, svo var eitthvað skotið í Toronto, Berlín og í Frakklandi. En sagan sjálf gerist að mestu á ótilgreindum stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ segir Atli Bollason. Hann fer með aðalhlutverkið í kanadísku stuttmyndinni Numbers & Friends, sem valin var til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fram fer í september. Leikstjóri myndarinnar er Kanadamaðurinn Alexander Carson, en honum og Atla er vel til vina. „Ég kynntist Alexander þegar ég bjó í Montreal, þar sem ég var við nám. Ég hef áður leikið í mynd eftir hann og það samstarf gekk mjög vel.“ Numbers & Friends segir frá ungum Evrópubúa sem flyst til Norður-Ameríku og reynir að fóta sig í nýju og framandi umhverfi. „Ég leik bara í myndinni, en mig grunar að Alexander hafi notað glefsur úr mínu lífi þegar hann skapaði persónuna,“ segir Atli og hlær.Game of Thrones mikill leiksigur Hann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Toronto sökum tímaleysis, en segist vona að hann fái tækifæri til þess að fylgja henni á næstu hátíð. Atli er bókmenntafræðingur að mennt en hefur einnig látið til sín taka á sviði leiklistar. „Ég hef leikið í þessum tveimur myndum hans Alexanders og einnig á sviði í Montreal. Svo var ég aukaleikari í Game of Thrones, það var mikill leiksigur. Nú bíð ég bara eftir því að íslenskir leikstjórar taki við sér og fari að hafa samband,“ segir hann að lokum í gamansömum tón. Kvikmyndahátíðin í Toronto var stofnsett árið 1976. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og í fyrra sóttu um 400 þúsund manns hana. Game of Thrones Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Myndin var tekin upp yfir frekar langan tíma. Við byrjuðum í Detroit fyrir einu og hálfu ári, svo var eitthvað skotið í Toronto, Berlín og í Frakklandi. En sagan sjálf gerist að mestu á ótilgreindum stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ segir Atli Bollason. Hann fer með aðalhlutverkið í kanadísku stuttmyndinni Numbers & Friends, sem valin var til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fram fer í september. Leikstjóri myndarinnar er Kanadamaðurinn Alexander Carson, en honum og Atla er vel til vina. „Ég kynntist Alexander þegar ég bjó í Montreal, þar sem ég var við nám. Ég hef áður leikið í mynd eftir hann og það samstarf gekk mjög vel.“ Numbers & Friends segir frá ungum Evrópubúa sem flyst til Norður-Ameríku og reynir að fóta sig í nýju og framandi umhverfi. „Ég leik bara í myndinni, en mig grunar að Alexander hafi notað glefsur úr mínu lífi þegar hann skapaði persónuna,“ segir Atli og hlær.Game of Thrones mikill leiksigur Hann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Toronto sökum tímaleysis, en segist vona að hann fái tækifæri til þess að fylgja henni á næstu hátíð. Atli er bókmenntafræðingur að mennt en hefur einnig látið til sín taka á sviði leiklistar. „Ég hef leikið í þessum tveimur myndum hans Alexanders og einnig á sviði í Montreal. Svo var ég aukaleikari í Game of Thrones, það var mikill leiksigur. Nú bíð ég bara eftir því að íslenskir leikstjórar taki við sér og fari að hafa samband,“ segir hann að lokum í gamansömum tón. Kvikmyndahátíðin í Toronto var stofnsett árið 1976. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og í fyrra sóttu um 400 þúsund manns hana.
Game of Thrones Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein