100% skattur á lífeyri Pawel Bartoszek skrifar 16. ágúst 2013 07:00 „Hvort þið standið eða hvílið, þúsundkall þið eigið skilið.“ Svo hljóðaði orðatiltæki í Alþýðulýðveldinu Póllandi, mínu fyrrverandi heimalandi. Það var notað til háðungar yfir þá meintu stefnu stjórnvalda að greiða öllum sömu laun, sama hvort, hvernig og við hvað þeir unnu. Við erum, þrátt fyrir allt, nokkuð langt frá þessu hér á Norðurlöndum en tekjutengingarþörfin vill samt stundum ýta okkur þangað. Það hljómar oft sanngjarnt að tekjutengja hluti. En prósentur eru aldrei fleiri en hundrað og ef heildartekjutengingar nálgast þá tölu þá hættir að borga sig að vinna.Algleymi tekjutengingar Fyrir nokkru birti ég pistil þar sem ég reiknaði saman hvernig ráðstöfunartekjur fólks breyttust með hækkandi atvinnutekjum. Í ljós kom að fólk með atvinnutekjur á bilinu 100-350 þús. kr. hélt í raun eftir 1.000-2.000 kr. af hverjum 10.000 kr. sem það þénaði til viðbótar. Þetta réðst af samspili tekjuskatts og svo tekjutengingu atvinnuleysisbóta, húsaleigubóta og barnabóta. Hver einasta af þessum tekjutengingum virkaði sanngjarnt en heildaráhrifin voru eins og 80-90% tekjuskattur á lágtekjufólk. Það kemur þó í ljós að að þetta er hreint himnaríki samanborið við þær tekjutengingar sem menn lenda í þegar þeir setjast í helgan stein. Hvað þá þegar þeir fara á elliheimili. Þá fyrst byrjar ballið.„Þú mátt halda 70 þúsundum“ Menn borga mismikið fyrir dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir því hve mikið þeir fá í lífeyri. Ef menn eru með 70.000 í lífeyristekjur eftir skatta borga þeir 0 kr. Ef menn eru með 170.000 kr. í lífeyristekjur eftir skatta borga þeir 100.000 kr. Og svo koll af kolli uns ákveðnu hámarki (u.þ.b. 570 þús. fyrir skatt – 400 þús. eftir skatt) er náð. Ríkið tekur sem sagt allan lífeyri fólks á mjög löngu bili. Þar borga menn 100% skatt af lífeyrisgreiðslum og halda eftir 70 þúsundkalli. Og segjum að menn hafi ekkert greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina? Jú, þá fá þeir 50.000 kr. í vasapening. Sem lækkar hratt uns þessum gullnu 70 þúsundum er náð.„Takið allt, krakkar“ Það eru ekki bara lífeyristekjur íbúa á dvalarheimilum sem hverfa að fullu í gin samtryggingarinnar heldur líka allar atvinnu- og fjármagnstekjur umfram ákveðið lágmark. Fólk er auðvitað ekki vitlaust og enginn vill afla tekna ef þær eru jafnharðan teknar af honum. Fyrir vikið er algengt að menn losi sig við allt, fyrirframgreiði arf til ættingja og sitji eftir blankir og snauðir, í það minnsta að nafninu til. Ég veit það ekki: Er það mjög manneskjulegt kerfi sem hvetur gamalt fólk til að losa sig við allar eigur sínar um leið og heilsu þess hrakar? Til að halda því til haga þá kostar hjúkrunarrými að jafnaði 700.000 þúsund á mánuði svo ríkið greiðir í þeim tilfellum meirihluta kostnaðar fyrir þá sem það þurfa. Þannig að hér er ekki markmiðið að skammast í hinu opinbera fyrir að eyða ekki nóg í málaflokkinn. En það er skylda að greiða í lífeyrissjóð og það þótt greiðslur í slíka sjóði séu reyndar skattfrjálsar þá er það til lítils ef greiðslur úr þeim eiga svo að bera 100% skatt.Halla á línuna, takk Skoðum eftirfarandi þrjú skilyrði, sem oft má heyra í umræðu um hvers kyns velferðarkerfi:Fólk á rétt á ákveðinni þjónustu.Fólk á að njóta launa erfiðis síns.Fólk sem hefur efni á að borga fyrir þjónustu á að gera það. Allt hljómar þetta rökrétt en erfitt er að búa til kerfi sem uppfyllir þetta allt án þess að gera einhverjar málamiðlanir. Fæstir myndu vilja sleppa skilyrði 1, það væri hrákapítalismi. En í tilfelli gamla fólksins höfum við eiginlega sleppt skilyrði 2 og sitjum þá uppi með eins konar hrásósíalisma. Þetta er of mikið. Langa lárétta línan í grafinu sem fylgir þessari grein ætti að halla upp á við. Þótt það væri ekki nema örlítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
„Hvort þið standið eða hvílið, þúsundkall þið eigið skilið.“ Svo hljóðaði orðatiltæki í Alþýðulýðveldinu Póllandi, mínu fyrrverandi heimalandi. Það var notað til háðungar yfir þá meintu stefnu stjórnvalda að greiða öllum sömu laun, sama hvort, hvernig og við hvað þeir unnu. Við erum, þrátt fyrir allt, nokkuð langt frá þessu hér á Norðurlöndum en tekjutengingarþörfin vill samt stundum ýta okkur þangað. Það hljómar oft sanngjarnt að tekjutengja hluti. En prósentur eru aldrei fleiri en hundrað og ef heildartekjutengingar nálgast þá tölu þá hættir að borga sig að vinna.Algleymi tekjutengingar Fyrir nokkru birti ég pistil þar sem ég reiknaði saman hvernig ráðstöfunartekjur fólks breyttust með hækkandi atvinnutekjum. Í ljós kom að fólk með atvinnutekjur á bilinu 100-350 þús. kr. hélt í raun eftir 1.000-2.000 kr. af hverjum 10.000 kr. sem það þénaði til viðbótar. Þetta réðst af samspili tekjuskatts og svo tekjutengingu atvinnuleysisbóta, húsaleigubóta og barnabóta. Hver einasta af þessum tekjutengingum virkaði sanngjarnt en heildaráhrifin voru eins og 80-90% tekjuskattur á lágtekjufólk. Það kemur þó í ljós að að þetta er hreint himnaríki samanborið við þær tekjutengingar sem menn lenda í þegar þeir setjast í helgan stein. Hvað þá þegar þeir fara á elliheimili. Þá fyrst byrjar ballið.„Þú mátt halda 70 þúsundum“ Menn borga mismikið fyrir dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir því hve mikið þeir fá í lífeyri. Ef menn eru með 70.000 í lífeyristekjur eftir skatta borga þeir 0 kr. Ef menn eru með 170.000 kr. í lífeyristekjur eftir skatta borga þeir 100.000 kr. Og svo koll af kolli uns ákveðnu hámarki (u.þ.b. 570 þús. fyrir skatt – 400 þús. eftir skatt) er náð. Ríkið tekur sem sagt allan lífeyri fólks á mjög löngu bili. Þar borga menn 100% skatt af lífeyrisgreiðslum og halda eftir 70 þúsundkalli. Og segjum að menn hafi ekkert greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina? Jú, þá fá þeir 50.000 kr. í vasapening. Sem lækkar hratt uns þessum gullnu 70 þúsundum er náð.„Takið allt, krakkar“ Það eru ekki bara lífeyristekjur íbúa á dvalarheimilum sem hverfa að fullu í gin samtryggingarinnar heldur líka allar atvinnu- og fjármagnstekjur umfram ákveðið lágmark. Fólk er auðvitað ekki vitlaust og enginn vill afla tekna ef þær eru jafnharðan teknar af honum. Fyrir vikið er algengt að menn losi sig við allt, fyrirframgreiði arf til ættingja og sitji eftir blankir og snauðir, í það minnsta að nafninu til. Ég veit það ekki: Er það mjög manneskjulegt kerfi sem hvetur gamalt fólk til að losa sig við allar eigur sínar um leið og heilsu þess hrakar? Til að halda því til haga þá kostar hjúkrunarrými að jafnaði 700.000 þúsund á mánuði svo ríkið greiðir í þeim tilfellum meirihluta kostnaðar fyrir þá sem það þurfa. Þannig að hér er ekki markmiðið að skammast í hinu opinbera fyrir að eyða ekki nóg í málaflokkinn. En það er skylda að greiða í lífeyrissjóð og það þótt greiðslur í slíka sjóði séu reyndar skattfrjálsar þá er það til lítils ef greiðslur úr þeim eiga svo að bera 100% skatt.Halla á línuna, takk Skoðum eftirfarandi þrjú skilyrði, sem oft má heyra í umræðu um hvers kyns velferðarkerfi:Fólk á rétt á ákveðinni þjónustu.Fólk á að njóta launa erfiðis síns.Fólk sem hefur efni á að borga fyrir þjónustu á að gera það. Allt hljómar þetta rökrétt en erfitt er að búa til kerfi sem uppfyllir þetta allt án þess að gera einhverjar málamiðlanir. Fæstir myndu vilja sleppa skilyrði 1, það væri hrákapítalismi. En í tilfelli gamla fólksins höfum við eiginlega sleppt skilyrði 2 og sitjum þá uppi með eins konar hrásósíalisma. Þetta er of mikið. Langa lárétta línan í grafinu sem fylgir þessari grein ætti að halla upp á við. Þótt það væri ekki nema örlítið.