Tónlist

Skreppitúr um landið

Freyr Bjarnason skrifar
tónlistarkonur
Hafdís Huld, Védís Hervör, Ragga Gröndal og Lára Rúnars leggja land undir fót í ágúst.
tónlistarkonur Hafdís Huld, Védís Hervör, Ragga Gröndal og Lára Rúnars leggja land undir fót í ágúst.
Tónlistarkonurnar fjölhæfu Hafdís Huld, Védís Hervör, Ragga Gröndal og Lára Rúnars leggja land undir fót í ágúst og spila fyrir landsmenn.

Þetta er jafnframt liður í því að kynna KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, fyrir áhugasömum og hyggjast þær halda létta kynningu opna öllum kl. 17, samdægurs tónleikunum á hverjum stað. „Dýrindis skreppitúr um landið í faðmi skemmtilegra kvenna,“ segja þær um gjörninginn og hlakka mikið til að telja í.

Lára Rúnars lauk nýlega við vel heppnaða tónleikasiglingu um landið með Áhöfninni á Húna og ætlar að ljúka hringnum á þjóðveginum með kynsystrum sínum sem allar eiga það sameiginlegt að vera farsælir lagahöfundar og flytjendur.

Hafdís, Védís, Ragga og Lára munu teygja anga sína á marga staði en Vestfirðir og Norðurland verða í aðalhlutverki í fyrsta holli túrsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.