Ísland í tossabekk Mikael Torfason skrifar 19. ágúst 2013 07:00 Nú munu um fimm þúsund krakkar fæddir árið 2007 hefja skólagöngu í þessari og næstu viku. Þessir krakkar munu allir ljúka námi til stúdentsprófs nítján ára en ekki tvítug, ef Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær nokkru ráðið um framtíð þessara barna. Reyndar er það svo að nú þegar geta þau ungmenni sem það vilja klárað stúdentspróf á þremur árum í stað fjögurra í mörgum framhaldsskólum. Mikill minnihluti velur að leggja meira á sig og klára námið fyrr og flest eru fjórtán ár að ljúka námi til stúdentsprófs hér á landi. Að sögn Illuga er Ísland eina landið innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu) þar sem það tekur svo langan tíma. Formaður Félags framhaldsskólakennara, Aðalheiður Steingrímsdóttir, telur að eigi að stytta námstímann um heilt ár þurfi að lengja skólaárið ef gæði námsins eigi ekki að skerðast verulega. Eva Brá Önnudóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, tekur betur í áætlanir menntamálaráðherra og er ósammála Aðalheiði. Hún hins vegar bendir á að auka þurfi kennslu í grunnskólum og færa grunnáfanga þangað. Sem merkir auðvitað að semja þarf við grunnskólakennara og svo koll af kolli. Vissulega verður að viðurkennast að þetta er allt saman snúið og vanda þarf verulega til verka. Íslendinga útskrifast elstir allra innan OECD úr háskólum. Við erum fjórum árum lengur í námi en þær þjóðir sem við helst viljum miða okkur við. Íslendingar eru komnir yfir þrítugt þegar námi lýkur loks og fólk kemur út á vinnumarkaðinn. Ástæðurnar fyrir því að Ísland er í tossabekk hvað þetta varðar eru flóknar og engin ein patentlausn í boði. Það er að mörgu að huga en auðvitað er sjálfsagt að byrja á því að stytta tímann sem við eyðum í framhaldsskólum. Á Íslandi er brottfall nemenda úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu. Það er talið að um fimmtán hundruð krakkar hætti í framhaldsskóla á hverju ári. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða áhrif það hefur á fjölskyldur þessara ungmenna og ungmennin sjálf. Það er engin eftirspurn lengur eftir þessum krökkum í vinnu. Fyrir tuttugu og þrjátíu árum var ástandið á Íslandi allt annað og mikill skortur á ungu fólki til að taka stutta en skarpa spretti á vinnumarkaði. Framhaldsskólakerfið okkar varð til í því samfélagi og hið svokallaða íslenska droppát átti gott athvarf í fiskvinnslu eða byggingarvinnu. Nú bíður hins vegar útskúfun og félagsleg einangrun, sem getur haft skelfileg áhrif til framtíðar. Nám á Íslandi stendur á tímamótum og hefur gert lengi. Það er gott að heyra að kraftur er í nýjum menntamálaráðherra og hann vill taka til hendinni. Mikilvægt er að sú vinna sé unnin í góðu samstarfi við kennara og nemendur en það er einnig mikilvægt að báðir hópar geri sér fulla grein fyrir því að núverandi staða er óverjandi. Okkar kerfi er ekki gott og skilur ekki bara fólk út undan heldur skilar þeim, sem þó lifa af brottfallið, of seint út í lífið. Þessu verðum við að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú munu um fimm þúsund krakkar fæddir árið 2007 hefja skólagöngu í þessari og næstu viku. Þessir krakkar munu allir ljúka námi til stúdentsprófs nítján ára en ekki tvítug, ef Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær nokkru ráðið um framtíð þessara barna. Reyndar er það svo að nú þegar geta þau ungmenni sem það vilja klárað stúdentspróf á þremur árum í stað fjögurra í mörgum framhaldsskólum. Mikill minnihluti velur að leggja meira á sig og klára námið fyrr og flest eru fjórtán ár að ljúka námi til stúdentsprófs hér á landi. Að sögn Illuga er Ísland eina landið innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu) þar sem það tekur svo langan tíma. Formaður Félags framhaldsskólakennara, Aðalheiður Steingrímsdóttir, telur að eigi að stytta námstímann um heilt ár þurfi að lengja skólaárið ef gæði námsins eigi ekki að skerðast verulega. Eva Brá Önnudóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, tekur betur í áætlanir menntamálaráðherra og er ósammála Aðalheiði. Hún hins vegar bendir á að auka þurfi kennslu í grunnskólum og færa grunnáfanga þangað. Sem merkir auðvitað að semja þarf við grunnskólakennara og svo koll af kolli. Vissulega verður að viðurkennast að þetta er allt saman snúið og vanda þarf verulega til verka. Íslendinga útskrifast elstir allra innan OECD úr háskólum. Við erum fjórum árum lengur í námi en þær þjóðir sem við helst viljum miða okkur við. Íslendingar eru komnir yfir þrítugt þegar námi lýkur loks og fólk kemur út á vinnumarkaðinn. Ástæðurnar fyrir því að Ísland er í tossabekk hvað þetta varðar eru flóknar og engin ein patentlausn í boði. Það er að mörgu að huga en auðvitað er sjálfsagt að byrja á því að stytta tímann sem við eyðum í framhaldsskólum. Á Íslandi er brottfall nemenda úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu. Það er talið að um fimmtán hundruð krakkar hætti í framhaldsskóla á hverju ári. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða áhrif það hefur á fjölskyldur þessara ungmenna og ungmennin sjálf. Það er engin eftirspurn lengur eftir þessum krökkum í vinnu. Fyrir tuttugu og þrjátíu árum var ástandið á Íslandi allt annað og mikill skortur á ungu fólki til að taka stutta en skarpa spretti á vinnumarkaði. Framhaldsskólakerfið okkar varð til í því samfélagi og hið svokallaða íslenska droppát átti gott athvarf í fiskvinnslu eða byggingarvinnu. Nú bíður hins vegar útskúfun og félagsleg einangrun, sem getur haft skelfileg áhrif til framtíðar. Nám á Íslandi stendur á tímamótum og hefur gert lengi. Það er gott að heyra að kraftur er í nýjum menntamálaráðherra og hann vill taka til hendinni. Mikilvægt er að sú vinna sé unnin í góðu samstarfi við kennara og nemendur en það er einnig mikilvægt að báðir hópar geri sér fulla grein fyrir því að núverandi staða er óverjandi. Okkar kerfi er ekki gott og skilur ekki bara fólk út undan heldur skilar þeim, sem þó lifa af brottfallið, of seint út í lífið. Þessu verðum við að breyta.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun