Forréttindi að spila þennan leik Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 11:45 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA leiða lið sín út á Laugardalsvöllinn síðar í dag. Þær setja báðar stefnuna á að klófesta þennan eftirsótta titil. fréttablaðið/vilhelm Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira