Tónlist

35 þúsund hafa séð Mercury

Einn þeirra sem syngja lög Freddies Mercury er Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Einn þeirra sem syngja lög Freddies Mercury er Eyþór Ingi Gunnlaugsson. fréttablaðið/vilhelm
Alls hafa 35 þúsund manns séð tónleika til heiðurs Freddie Mercury sem hafa verið haldnir hér á landi undanfarin ár. Fram undan eru tvennir tónleikar í Hofi á Akureyri sem verða báðir 5. október.

Miðar seldust fljótt upp á fyrri tónleikana og því var aukatónleikum bætt við.

Á tónleikunum kemur fram einvala lið söngvara, eða Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Magni og Hulda Björk Garðarsdóttir. Flytja þau alla helstu smelli hins sáluga Mercury úr hljómsveitinni Queen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.